Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. janúar 2023 11:20
Aksentije Milisic
Ólafur Örn í Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum

Ólafur Örn Eyjólfsson er búinn að ganga til liðs við Þrótt Vogum en hann kemur til liðsins frá HK.


Ólafur er fæddur árið 1994 en ásamt HK þá hefur hann einnig spilað fyrir Fjarðabyggð, Þrótt V og KV á sínum ferli.

Kappinn þekkir til hjá Þrótti en hann spilaði sjö leiki með liðinu árið 2017 í 3. deildinni.

Hann spilaði átta leiki með HK í Lengjudeildinni síðasta sumar en nú mun hann taka slaginn með Þrótti í 2. deild. Þróttur og KV féllu úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Tilkynning frá félaginu:

Nýr liðsmaður - HK ingurinn Ólafur Örn Eyjólfsson gengur til liðs við Vogamenn....

Ólafur er 28 ára miðjumaður sem uppalinn er í HK en hefur einnig leikið með KV, Fjarðabyggð og Þrótti Vogum á sínum meistaraflokksferli.

Hann hjálpaði HK að vinna sér sæti í Bestu deildinni á síðasta ári. Hann á alls að baki 96 leiki í deild og bikar á ferlinum og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

Sumarið 2018, var Ólafur algjör lykilmaður í HK sem vann sér sæti í efstu deild var hann valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Tímabilið 2020 var hann sá leikmaður sem fór í flestar tæklingar í efstu deild að meðaltali fyrir hverjar 90 mínútur spilaðar; 9,9 tæklingar fyrir hverjar 90 mínútur spilaðar.

Stefán, Nökkvi, Fanney, Róbert, Ellen, Júlía, Vignir, Reynir Brynjólfs, Petra og allir aðrir innan Vogafjölskyldunnar munu taka vel á móti Ólafi og hans fjölskyldu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner