sun 21. júní 2020 14:56
Brynjar Ingi Erluson
Njarðvík fær írskan leikmann (Staðfest)
Alan Kehoe og Marc McAusland, spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur
Alan Kehoe og Marc McAusland, spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur
Mynd: Heimasíða Njarðvíkur
Knattspyrnudeild Njarðvíkur tilkynnti í dag nýjan leikmann en félagið hefur fengið Alan Kehoe frá Írlandi.

Kehoe, sem er fæddur árið 1996, er vinstri bakvörður en getur einnig spilað á vængnum.

Hann hefur spilað með félögum á borð við Bray Wanderers, Shamrock Rovers, Shelbourne og Longford Town. Kehoe á að baki 10 leiki í írsku úrvalsdeildinni og 45 leiki í B-deildinni.

Hann mætti til Njarðvíkur í gær og fékk grænt ljóst á að æfa með liðinu í dag eftir að félagið fékk niðurstöður úr skimuninni á Keflavíkurflugvelli.

Njarðvík vann fyrsta leik deildarinnar gegn Völsungi, 3-1, en liðið á næsta deildarleik gegn Selfyssingum þann 27. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner