Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. júní 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Di Francesco tekinn við Sampdoria (Staðfest)
Bíða eftir svari frá Totti
Mynd: Getty Images
Eusebio Di Francesco, fyrrverandi þjálfari Roma, er tekinn við stjórnartaumunum hjá Sampdoria.

Di Francesco tekur við af Marco Giampaolo sem var ráðinn til AC Milan á dögunum.

Di Francesco gerði frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Sassuolo og fékk í kjölfarið starfið hjá Roma. Þar fékk hann ekki að ráða miklu og var á endanum rekinn, tæpu ári eftir að hafa komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984.

Francesco Totti hefur miklar mætur á Di Francesco og yfirgaf hann stðu sína hjá Roma á dögunum. Massimo Ferrero, eigandi Samp, vill ólmur fá Totti til starfa með Di Francesco og er að bíða eftir svari.

Samp endaði í 9. sæti Serie A á nýliðnu tímabili og var Fabio Quagliarella markahæstur í deildinni með 26 mörk. Di Francesco skrifaði undir samning sem gildir næstu þrjú árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner