Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 10:15
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves fer frá Paris Saint-Germain (Staðfest)
Dani Alves fer frá PSG
Dani Alves fer frá PSG
Mynd: Getty Images
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves fer frá PSG um mánaðarmótin er samningur hans rennur út. Þetta staðfesti leikmaðurinn í dag.

Alves er 36 ára gamall og er skreyttasti knattspyrnumaður allra tíma en hann er með 42 titla á bakinu frá atvinnumannaferill hans hófst.

Hann hefur leikið með Bahia í heimalandinu en auk þess hefur hann spilað fyrir Sevilla, Barcelona, Juventus og nú síðast PSG.

Alves þróaðist út í einn besta hægri bakvörð heims er hann var hjá Barcelona og hefur verið afar stöðugur síðan.

Samningur hans hjá PSG rennur út um mánaðarmótin og mun hann ekki framlengja hann. Óvíst er hvað tekur við hjá honum en ljóst er að mörg félög koma til með að sýna honum áhuga.

Talið er að Manchester City ætli að bjóða honum samning en hann spilaði einmitt fyrir Pep Guardiola, stjóra City, er hann var hjá Barcelona.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner