þri 23. júní 2020 18:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmundur Ársæll meiddist - Gunnþór tekinn við flautunni á Framvelli
Guðmundur Ársæll.
Guðmundur Ársæll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það urðu dómaraskipti á Framvelli en þar fram fer leikur Fram og ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Staðan þegar þetta er ritað er 1-1. Gestirnir úr Breiðholti komust yfir með marki Andra Más Ágústssonar á 22. mínútu en Aron Snær Ingason jafnaði metin mínútu síðar.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Á 16. mínútu skrifar Sverrir Örn Einarsson, sem textalýsir leiknum hjá Fótbolti.net, að Guðmundur Ársæll Guðmundsson sé meiddur á vellinum.

„Guðmundur Ársæll stingur við á vellinum. Fæ ekki betur séð en að Gunnþór varadómari sé að gera sig kláran."

Og svo á 17. mín: „(staðfest) Gunnþór Steinar Jónsson kemur á flautuna í stað Guðmundar Ársæls sem haltrar af velli."

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner