Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. júní 2022 09:25
Elvar Geir Magnússon
Eriksen og Antony til Man Utd?
Powerade
Brasilíumaðurinn Antony.
Brasilíumaðurinn Antony.
Mynd: EPA
Neymar er til sölu fyrir rétta upphæð.
Neymar er til sölu fyrir rétta upphæð.
Mynd: Getty Images
Armando Broja.
Armando Broja.
Mynd: EPA
Eriksen, Antony, Bergwijn, Ward-Prowse, Lewandowski, Cucurella og fleiri í Powerade slúðurpakkanum í dag.

Manchester United virðist líklegast í baráttunni um Christian Eriksen (30) þar sem Antonio Conte hefur hætt við að leggja áherslu á að fá danska landsliðsmanninn til Tottenham. (Daily Star)

Brasilíski sóknarleikmaðurinn Antony (22) hjá Ajax vill fara til Manchester United og er sagður 'ákveðinn' í að láta það ganga í gegn í sumar. (Goal)

Paris St-Germain er tilbúið að selja Neymar (30) ef félagið fær ásættanlegt tilboð í brasilíska sóknarmanninn. Neymar vill hinsvegar ekki yfirgefa Frakklandsmeistarana. (Goal)

Bakvörðurinn Brandon Williams (21) gæti verið seldur frá Manchester United fyrir 10 milljónir punda. (Sun)

Ajax hyggst gera annað tilboð í Steven Bergwijn (24), vængmann Tottenham, en enska félagið mun ekki taka neinu tilboði undir 25 milljónum punda í Hollendinginn. (Sky Sports)

Southampton hefur reynt að slökkva á áhuga frá Manchester City, Manchester United, Tottenham og West Ham á James Ward-Prowse (27) með því að setja 75 milljóna punda verðmiða á hann. (Give Me Sport)

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segist búast við því að pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski (33) verði áfram hjá Þýskalandsmeisturunum eftir sumarið. (Sky Sports)

Manchester City er komið langt í viðræðum um kaup á Marc Cucurella (23), bakverði Brighton. (Football Insider)

Leeds United skoðar möguleika á að kaupa hollenska vængmanninn Cody Gakpo (23) frá PSV Eindhoven í sumar sem möguleika til að fylla skarð Raphinha (25) sem Arsenal er að reyna að fá. (Foot Mercato)

Leeds verðmetur Raphinha á 65 milljónir punda en Tottenham, Chelsea og Barcelona hafa áhuga á honum, auk Arsenal. (Fabrizio Romano)

Franska félagið Nice vill fá spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (27) lánaðan frá Chelsea. (Foot Mercato)

Albanski sóknarmaðurinn Armando Broja (20) hjá Chelsea er opinn fyrir því að fara til West Ham en 25 milljóna punda tilboð gæti verið á leiðinni. (Express)

Xavi, stjóri Barcelona, grátbiður franska vængmanninn Ousmane Dembele (25) um að skrifa undir nýjan samning. Chelsea hefur áhuga á leikmanninum. (Goal)

Paris St-Germain og Bayern München hafa einnig áhuga á Dembele. (Marca)

Brighton gæti keypt Simbabvemanninn Marshall Munetsi (26), miðjumann frá Reims, til að fylla skarðið sem Yves Bissouma (25) skildi eftir sig þegar hann fór til Tottenham. (Mail)

Spænski framherjinn Marco Asensio (26) hjá Real Madrid er áhugasamari um að ganga í raðir Liverpool frekar en AC Milan. (Mail)

Chelsea bíður eftir að lánsskipti Romelu Lukaku (29) til Inter verði kláruð áður en félagið fer lengra með áhuga sinn á enska sóknarleikmanninum Raheem Sterling (27) hjá Manchester City. (Sky Sports)

Sterling er aðeins tilbúinn að yfirgefa Manchester City ef hann verður öruggur byrjunarliðsmaður hjá liði sem berst um Meistaradeildina og stærstu titlana í heimalandinu. (Times)

Brasilíski framherjinn Vinicius Jr (21) segir að hann verði áfram hjá Real Madrid þrátt fyrir áhuga Paris Saint-Germain. (Mail)

Nígeríski sóknarmaðurinn Taiwo Awoniyi (24) hefur kvatt liðsfélaga sína hjá Union Berlin en hann er á leið til nýliða Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á 17.5 milljónir punda. (BZ Berlin)

Þýski markvörðurinn Loris Karius (29) er tilbúinn í nýja áskorun en hann er í leit að nýju félagi þar brotthvarf frá Liverpool er yfirvofandi. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner