Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júlí 2020 12:36
Elvar Geir Magnússon
Jason Daði í Breiðablik eftir tímabil (Staðfest)
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Jason Daði Svanþórsson mun ganga til liðs við Breiðablik eftir lok núverandi tímabils, þegar samningi hans við Aftureldingu lýkur í haust.

Breiðablik hefur tilkynnt þetta en Jason er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur allan meistaraflokksferilinn leikið þar.

Jason Daði hefur leikið 59 deildarleiki með Aftureldingu og skorað 21 mörk. Hann á að auki að baki 32 leiki í öðrum keppnum.

„Við bjóðum Jason Daða hjartanlega velkominn í Kópavoginn um leið og við óskum honum góðs gengis í baráttunni það sem eftir er af núverandi timabili með heimafélaginu sínu í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu Breiðabliks.

Jason hefur vakið mikla athygli í Lengjudeildinni og fleiri félög sýndu honum áhuga.

Hjá Breiðabliki mun hann spila með Róberti Orra Þorkelssyni á ný en þeir voru samherjar hjá Aftureldingu í fyrra.

Afturelding er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar en Breiðablik er í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar. Blikar mæta HK í Kórnum klukkan 20:15 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner