Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afturelding sækir landsliðskonu frá Jamaíka (Staðfest)
Afturelding leikur í efstu deild næsta sumar.
Afturelding leikur í efstu deild næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur samið við landsliðskonu frá Jamaíka til að hjálpa liðinu í efstu deild næsta sumar.

Landsliðskonan heitir Dennis Chyanne og leikur hún í stöðu miðvarðar.

Chyanne, sem er fædd árið 1999, á fjóra A-landsleiki fyrir Jamaíka auk yngri landsleikja. Þar áður var Chyanne í U17 ára prógrammi hjá Bandaríkjunum áður en hún ákvað að velja að spila fyrir landslið Jamaíka.

Chyanne er að koma úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún lykilhlutverk með sterku liði USF (South Florida Bulls) í Division 1 þar sem hún var liðsfélagi Andreu Rán Hauksdóttur, fyrrum leikmanns Breiðabliks.

„Við erum ótrúlega spennt fyrir komu Chyanne en von er á henni til Íslands að loknu landsliðsverkefni með Jamaíka í febrúar. Við erum fullviss að hæð, styrkur og hæfileikar Chyanne muni hjálpa liðinu í baráttunni sem framundan er í efstu deild kvenna," segir í tilkynningu Aftureldingar.

Afturelding vann sér inn sæti í efstu deild síðasta sumar og verður gaman að fylgjast með liðinu í deild þeirra bestu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner