Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 11:39
Elvar Geir Magnússon
Benítez hættur hjá Newcastle (Staðfest)
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
Newcastle United hefur tilkynnt að ekki hafi náðst samningar við Rafael Benítez og hann sé því hættur sem stjóri félagsins.

Benítez hefur unnið við erfiðar aðstæður hjá Newcastle og ekki fengið mikið fjármagn til leikmannakaupa. Undir hans stjórn hafnaði liðið í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að fá Rafa til að skrifa undir nýjan langtímasamning. Samningar hafa ekki tekist og munu ekki takast. Það er ekki möguleiki á því að ná samkomulagi við Rafa og hans talsmenn," segir í tilkynningu frá Newcastle.

Benítez var þrjú tímabil hjá Newcastle, kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og festi það í sessi þar. Hann var með kröfur um mikla bætingu á umgjörð sinni og hvernig leikmannamálum væri háttað en viðræður sigldu í strand.

Óvíst er hvert næsta skref Benítez verður. Vitað er að hann er með ofurtilboð frá Kína en talið er að hann vilji halda sér í Evrópuboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner