Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
KF fær fyrrum unglingalandsliðsmann frá Belgíu (Staðfest)
Úr leik hjá KF.
Úr leik hjá KF.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF hefur fengið belgíska framherjann Oumar Diouck til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Oumar kemur frá FC Edmonton í kanadísku úrvalsdeildinni.

Hinn 25 ára gamli Oumar er fæddur í Senegal en hann ólst upp í Belgíu og á að baki leiki með U15, U16 og U17 ára landsliði Belga.

Oumar hefur á ferli sínum leikið með Antwerp og Lommel í belgísku B-deildinni sem og Helmond Sport í næstefstu deild í Hollandi.

KF tapaði 1-0 gegn ÍR í fyrstu umferðinni í 2. deildinni en liðið mætir Víði á heimavelli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner