Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. júní 2020 10:37
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Arsenal reiðir eftir fréttir dagsins
David Luiz fékk samning sinn framlengdan.
David Luiz fékk samning sinn framlengdan.
Mynd: Getty Images
Hluti stuðningsmanna Arsenal hafa brugðist reiðir við þeim fréttum að fjórir af leikmönnum félagsins, þar á meðal David Luiz, hafi fengið nýja samninga.

Luiz hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir lélega frammistöðu og þeir Pablo Marí og Cedric Soares eru á meiðslalistanum. Soares hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal síðan hann kom á láni frá Southampton.

Margir stuðningsmenn Arsenal láta óánægju sína í ljós á Twitter.

„Allt varðandi Arsenal í dag er þunglyndislegt. Hvernig lætur þú 29 ára gamalt Southampton flopp (Soares) fá fjögurra ára samning og kallar það uppbyggingu?" skrifar einn þeirra en hér eru fleiri ummæli sem finna má á Twitter:

„David Luiz skilar frammistöðu upp á 0/10 og er verðlaunaður með framlengingu? Guð minn góður."

„Það er búið að eyðileggja daginn minn og ég vaknaði fyrir tæpum hálftíma síðan."

Arsenal er í tíunda sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið á leik gegn Southampton á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner