Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 25. mars 2019 23:14
Arnar Helgi Magnússon
Birkir Már: Ekki mörg lið betri en þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þeir voru góðir og við ekki alveg nógu góður, og því fór sem fór," sagði Birkir Már Sævarsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 4 -  0 Ísland

„Við náðum að loka vel á þá í fyrri hálfleik. Þeir fengu nokkur hálffæri og tvö mjög góð færi. Varnarleikurinn annars var í lagi. Við vorum því miður ekki mikið með boltann en við ætluðum að reyna að nýta einhverjar skyndisóknir, það gekk ekki."

„Þegar þeir skora annað markið þá dettur skipulagið niður og þeir ná því miður að skora alltof mörg mörk."

„Þeir eru bara ógeðslega góðir og náðu bara alltaf að finna leiðir í gegn. Þetta eru bara gæða leikmenn og við ekki alveg á okkar degi."

Birkir segir að þetta sé eitt allra besta lið sem að hann hefur spilað á móti.

„Þetta er eitt af þeim. Ekki mörg lið sem eru betri en þeir. Þeir eru ekki betri en við héldum, þeir eru heimsmeistarar. Við áttum alveg von á frábæru liði en við vorum ekki á okkar besta degi."

Birkir Már Sævarsson varð í kvöld næst leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Hann lék sinn 90. landsleik í kvöld.

„Já, allavega kominn með 90. Það er miklu meira en ég þorði að gera mér vonir um í mínum villtustu draumum. Leikjametið er ennþá langt í burtu en ég vona að ég fái að spila fleiri leiki. Líkaminn er fínn og mér finnst ég ekkert vera að gefa eftir."

Viðtalið við Birki Má má sjá í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner