Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 25. apríl 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Davíð Þór: Fylgir því víst að vera orðinn 35 ára
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Davíð Þór og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, segir að það verði allir klárir í slaginn gegn HK í fyrsta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn, nema mögulega hann sjálfur.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!

Davíð er búinn að vera að glíma við hnémeiðsli síðustu vikurnar.

„Ég er byrjaður að æfa. Mér finnst mjög líklegt að ég geti, ef ég er nógu góður til að komast í hópinn, að ég verði valinn. Þetta fylgir því að vera orðinn 35 ára."

Fyrsti leikur FH er gegn nýliðum HK.

„Sagan sýnir það að nýliðarnir eru duglegir að ná í stig í fyrstu umferðunum. Oft stig sem ekki er búist við að þeir nái í. Við verðum að sjá til þess að HK fái engin stig."

FH náði ekki Evrópusæti á síðasta tímabili en er spáð góðu gengi í sumar. Í spá Fótbolta.net er FH spáð þriðja sæti.

„Hópurinn er minni en hann hefur verið, en þeir leikmenn sem við höfum fengið eru leikmenn sem eru FH-ingar eða hafa lengi verið í FH. Þeir þekkja söguna vel og vita til hvers er ætlast af þeim. Við getum gert mjög góða hluti í sumar."

„Maður finnur kannski fyrir því í sumar (að vera ekki í Evrópukeppni). Það er örugglega ákveðinn tómleiki sem fylgir því. Vonandi lærðum við eitthvað af síðasta tímabili."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner