Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. júní 2019 15:17
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur til AGF (Staðfest)
Jón Dagur á þrjá A-landsleiki.
Jón Dagur á þrjá A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er orðinn leikmaður AGF í Danmörku en hann er kynntur með Víkingaklappi á samfélagsmiðlum félagsins. Jón Dagur yfirgefur herbúðir enska félagsins Fulham.

Jón Dagur var á láni hjá Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili og stóð sig vel.

Hann er tvítugur sóknarleikmaður sem á að baki þrjá leiki með A-landsliðinu og í þeim hef­ur hann skorað eitt mark.

Hann gerir þriggja ára samning við AGF en liðið hafnaði í tíunda sæti af fjórtán liðum á síðasta tímabili.

„Jón Dagur er ungur og mjög spennandi lekmaður sem býr yfir mörgum kostum sóknarlega. Hann er leikmaður sem getur bæði skorað og skapað tækifæri fyrir samherja sína. Hann kemur með hraða, dínamík og frábæra spyrnutækni. Það er tilhlökkun fyrir því að sjá hann í treyju AGF," segir Peter Christiansen, íþróttastjóri AGF.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner