Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. júní 2019 07:42
Elvar Geir Magnússon
Teitur Magnússon í OB (Staðfest)
Teitur og Tonny Hermansen.
Teitur og Tonny Hermansen.
Mynd: Aðsend
Varnarmaðurinn Teitur Magnússon er orðinn leikmaður OB í Danmörku en Fótbolti.net greindi frá því í síðustu viku að hann væri á leið til félagsins frá FH.

Á heimasíðu OB kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem erlendur leikmaður sé keyptur í akademíu félagsins en Teitur mun byrja hjá U19 liðinu.

Hann æfði til reynslu með aðalliði OB snemma á þessu ári og á heimasíðunni segir að hann hafi heillað, bæði sem leikmaður og persóna.

„Hann er stór og öflugur varnarmaður sem einnig býr yfir góðri tæknilegri getur. Við viljum að varnarmenn okkar geti spilað frá öftustu línu og hann getur það. Hann hefur áður spilað sem hægri bakvörður svo hann getur bæði spilað í þriggja og fjögurra manna varnarlínu. Hann er með góðar staðsetningar og les leikinn vel," segir Tonny Hermansen, yfirþjálfari OB.

Hann segir að með því að fá Teit sýni félagið að það horfi ekki bara innanlands eftir hæfileikaríkum leikmönnum og að markmiðið sé að hann muni í framtíðinni leika í dönsku úrvalsdeildinni fyrir OB.

Teitur er nýorðinn 18 ára en hann á sextán leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og lék einn leik með FH í Pepsi-deildinni 2017. Í fyrra var hann lánaður til Þróttar þar sem hann lék sex leiki og skoraði eitt mark í Inkasso-deildinni.

OB er stórt félag í Danmörku. Það er staðsett í Óðinsvéum og hafnaði í fimmta sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, og hefur þrisvar orðið Danmerkurmeistari.

Teitur hefur um nokkurt skeið verið undir smásjá erlendra félaga, þar á meðal Stuttgart og Parma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner