Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. júní 2020 17:10
Fótbolti.net
Ágúst Leó í Leikni (Staðfest)
Ágúst Leó Björnsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Ágúst Leó Björnsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Leiknir - Helgi Óttarr Hafsteinsson
Sóknarmaðurinn Ágúst Leó Björnsson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti.

Ágúst, sem er 22 ára, er uppalinn í Stjörnunni en kemur frá Þrótti.

Ágúst sleit krossband fyrir ári síðan og er að stíga upp úr þeim meiðslum. Hann varð einmitt fyrir þeim meiðslum í leik gegn Leikni.

Hann hefur einnig spilað fyrir ÍBV, Keflavík og Aftureldingu.

Leiknismenn eru í Lengjudeildinni og unnu 3-1 útisigur gegn Þrótti í 1. umferð. Breiðhyltingar taka á móti Vestra á sunnudaginn.

„Það er mikið gleðiefni að fá Ágúst í Breiðholtið og hann tekur sig vel út í treyjunni. Þarna er öflugur leikmaður sem er góð viðbót við spennandi og skemmtilegt lið okkar," segir Oscar Clausen, formaður Leiknis, á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner