fim 25. júní 2020 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
HM 2023 fer fram í Eyjaálfu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta að HM kvenna 2023 mun fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Valið stóð á milli þessara tveggja fjölmennustu landa Eyjaálfu og Kólumbíu í Suður-Ameríku.

Ástralía er með flott landslið en hefur þó aldrei endað meðal fjögurra efstu liða heimsmeistaramótsins. Nýja-Sjáland hefur aldrei komist uppúr riðli á lokamóti HM.

Brasilía og Japan buðust einnig til að hýsa mótið en drógu sig bæði til baka fyrir lokakosningu.

Þetta verður í fyrsta sinn sem HM kvenna er haldið í Eyjaálfu en það hefur áður verið haldið í Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner