Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júní 2019 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búi Vilhjálmur ráðinn þjálfari Hauka (Staðfest)
Búi Vilhjálmur tekur við.
Búi Vilhjálmur tekur við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa ráðið Búa Vilhjálm Guðmundsson sem þjálfara sinn. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Hauka.

Búi hefur þjálfað Hauka til bráðabirgða eftir að Kristján Ómar Björnsson steig til hliðar eftir leik gegn Þrótti í fjórðu umferð Inkasso-deildarinnar.

Síðan Búi tók við hafa Haukar unnið tvo leiki, tapað tveimur og gert eitt jafntefli.

Hafþór Þrastarson verður aðstoðarþjálfari en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Þá verður Hilmar Rafn Emilsson, fyrrum leikmaður Hauka, í þjálfarateyminu.

Búi var viðloðandi liðið allt undirbúningstímabilið auk þess sem hann hefur verið þjálfari Knattspyrnufélags Ásvalla, KÁ, sem er varalið Hauka. Þórarinn Jónas Ásgeirsson er nýr þjálfari KÁ.

Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, segir að stjórn knattspyrnudeildar Hauka bindi miklar vonir við Búa. „Við höfum haft mikla trú á Búa sem þjálfara síðan hann kom til félagsins. Hann var strax tilbúinn að taka þessari nýju áskorun og við höfum fulla trúi á að hann eigi eftir að sinna þessu verkefni af miklum sóma."
Athugasemdir
banner