Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júní 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Cillessen í Valencia (Staðfest)
Jasper Cillessen er kominn til Valencia.
Jasper Cillessen er kominn til Valencia.
Mynd: Getty Images
Hollenski markvörðurinn, Jasper Cillessen, hefur gengið til liðs við spænska félagið Valencia frá Barcelona.

Sögusagnir eru um að félögin ætli að skipta á markvörðum en Neto mun þá ganga í raðir Barcelona.

Liðin myndu skipta á sléttu en báðir markverðir eru metnir á 30 milljónir evra. Cillessen myndi halda sömu launum á meðan Neto myndi tvöfalda sín laun.

Cillessen er sagður vilja spila fleiri leiki en á þremur árum hjá Barcelona hefur hann einungis komið við sögu í 32 leikjum. 24 þeirra hafa verið í spænsku bikarkeppninni.

Neto gekk í raðir Valencia árið 2017 og hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan þá.




Athugasemdir
banner
banner