mið 26. júní 2019 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli Eyjólfs í Breiðablik (Staðfest)
Gísli er kominn aftur í grænt.
Gísli er kominn aftur í grænt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson er kominn aftur heim til Breiðabliks eftir stutta dvöl hjá Mjallby í Svíþjóð.

Gísli hefur verið á láni hjá Mjallby frá Breiðabliki en sænska félagið leikur í næst efstu deild undir stjórn Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings og Breiðabliks. Þar situr Mjallby í 2. sæti deildarinnar en félagið er nýliði í deildinni.

Fótbolti.net sagði frá því á mánudag að Gísli væri að öllum líkindum á heimleið.

Gísli hefur verið lykilmaður í liði Breiðabliks í Pepsi-deildinni undanfarin ár en í vetur gerði hann eins árs lánssamning við Mjallby. Þar hefur hann leikið 12 leiki af fyrstu 14 leikjum liðsins í Superettan.

„Það þarf vart að taka fram hve mikil styrking þetta er fyrir Breiðabliksliðið í þeirri baráttu sem framundan er enda hefur Gísli hefur verið einn albesti leikmaður íslensku deildarinnar undanfarin ár," segir á Blikar.is.

Breiðablik er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar, einu stigi á eftir KR. Blikar mæta á morgun Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Félagaskiptaglugginn opnar 1. júlí og verður Gísli gjaldgengur með Blikum frá og með þeim degi. Breiðablik mætir einmitt KR í toppslag þann sama dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner