Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júní 2019 18:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rene Joensen frá Grindavík til Heimis í HB (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmaðurinn Rene Joensen er farinn frá Grindavík og er hann búinn að semja við HB í heimalandi sínu.

Heimir Guðjónsson er þjálfari HB og Brynjar Hlöðversson leikur með liðinu.

Tilkynnt er um félagaskiptin á vefsíðu HB.

Rene hefur að undanförnu verið orðaður við HB. Fyrir um mánuði síðan sagði Túfa, þjálfari Grindavíkur, að það væri ekkert til í þeim sögusögnum. Fyrir viku síðan neitaði Túfa því einnig að Rene væri að fara. Hér að neðan má sjá viðtalið sem var tekið við Túfa um síðustu helgi.

Hann er 26 ára gamall kantmaður og hefur leikið með Grindavík frá 2017. Hann hefur leikið átta leiki í deild og bikar í sumar.

Grindavík er í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, en í Færeyjum eru Heimir Guðjónsson og hans menn í fimmta sæti. HB er ríkjandi meistari í Færeyjum.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar þann 1. júlí næstkomandi og verður opinn í heilan mánuð.
Túfa: Við þurfum að styrkja okkur
Athugasemdir
banner
banner