Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 26. júní 2019 12:39
Elvar Geir Magnússon
Trossard til Brighton (Staðfest)
Leandro Trossard.
Leandro Trossard.
Mynd: Getty Images
Brighton hefur fengið til sín Leandro Trossard frá Genk.

Þessi 24 ára leikmaður hefur samþykkt fjögurra ára samning en kaupverðið er um 15 milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem Brighton fær til sín í sumar og er nýr stjóri félagsins, Gaham Potter, í skýjunum með að fá hann.

„Við fögnum því að fá Leandro til félagsins og erum spenntir að sjá hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er sóknarsinnaður leikmaður sem hefur átt flott tímabil og hjálpaði Genk að vinna belgíska meistaratitilinn," segir Potter.

Trossard skoraði 15 mörk í 35 leikjum á síðasta tímabili.

Fyrr í sumar fékk Brighton til sín Matt Clarke frá Portsmouth.


Athugasemdir
banner
banner
banner