Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júlí 2021 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við vorum mjög öflugir fyrir og við erum öflugri með þessa tvo"
Elmar og Kjartan mættu í útvarpsþáttinn Fótbolta.net á dögunum.
Elmar og Kjartan mættu í útvarpsþáttinn Fótbolta.net á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í innkomu þeirra Kjartans Henry Finnbogasonar og Theódórs Elmars Bjarnasonar inn í leikmannahóp KR í viðtali eftir leikinn gegn Fylki í kvöld. Kjartan Henry kom inn í hóp KR í maí og Elmar byrjaði að æfa með KR fyrir um mánuði síðan.

Báðir eru þeir reyndir atvinnumenn og eiga landsleiki að baki. Elmar lék á miðjunni í dag á meðan Kjartan Henry tók út leikbann.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

Sérðu strax að þessir leikmenn eru að breyta hugsunarhættinum í liðinu?

„Já, þeir hafa, Kjartan sérstalega, breytt miklu. Theódór Elmar breytir miklu í okkar spili, að halda bolta og passa upp á hann. Þetta eru frábærir leikmenn sem styrkja okkur gríðarlega mikið og við vorum mjög öflugir fyrir og við erum öflugri með þessa tvo sem við bættum við okkur," sagði Rúnar.

Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, var einnig spurður út í þá Elmar og Kjartan. Hvernig er að fá þessa fyrrum landsliðsmenn inn í hópinn?

„Það er algjör snilld. Þeir koma inn með hax gæði eins og sást í dag. Kjartan, það er alvöru ástríða í þeim manni. Það er mjög gaman að þeim báðum og þeir bæta fullt í hópinn." sagði Stefán Árni.

Hafiði fengið einhverja þrumuræðu frá Kjartani inn í klefa?

„Já, já, nóg af þeim, frá fyrsta degi."

Viðtölin má sjá í heild hér að neðan.
Rúnar Kristins: Gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45
Stefán Árni: Ég er þakklátur og glaður
Útvarpsþátturinn - EM Hjammi, Theodór Elmar og Kjartan Henry
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner