Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 11:44
Elvar Geir Magnússon
Gosens til Inter (Staðfest) - Ekki með í fyrri leiknum gegn Liverpool
Mynd: EPA
Það er frágengið að Robin Gosens fer til Ítalíumeistara Inter frá Atalanta. Þessi 27 ára bakvörður gerir fjögurra og hálfs árs samning við Inter.

Gosens er þýskur landsliðsmaður en hann hefur verið frá vegna meiðsla í læri síðan í september. Hann mun geta snúið aftur í lok febrúar eða í byrjun mars.

Hann missir því af fyrri leiknum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en gæti náð seinni leiknum sem verður á Anfield þann 8. mars.

Sky Sport Italia segir að Inter borgi 25 milljónir evra fyrir Gosens og sú upphæð geti hækkað um þrjár milljónir evra í árangurstengdum greiðslum.

Hann mætti í læknisskoðun í Mílanó í morgun en hann kemur upphaflega á lánssamningi en Inter er svo skyldugt til að kaupa hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner