Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 10:29
Elvar Geir Magnússon
James Dale frá Ólafsvík í Vogana (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum hefur bætt við sig leikmanni fyrir átökin í Lengjudeildinni á komandi sumri. Þróttarar komust upp úr 2. deildinni með glæsibrag í fyrra.

Enski miðjumaðurinn James Dale er kominn til félagsins frá Víkingi Ólafsvík en liðin höfðu deildaskipti á síðasta tímabili.

Dale er 28 ára enskur miðjumaður sem er uppalinn hjá Reading og Bristol Rovers. Hann gekk til liðs við Forfar Athletic FC í Skotlandi 2013 og spilaði þar í tvö ár.

Hann lék 65 leiki í Scottish League One (Skoska C-deildin). Hann skipti í Brechin City 2015 og lék 80 leiki í Scottish League One og Scottish Championship (skoska C og B deildin). James kom fyrst til Íslands um mitt sumar 2018 og kláraði tímabilið með Njarðvík áður en hann gekk til liðs við Víkinga.

James mun koma til landsins 1. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner