banner
   fim 27. júní 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
Hákon Arnar til Kaupmannahafnar (Staðfest)
Skagamenn halda áfram að selja unga leikmenn út.
Skagamenn halda áfram að selja unga leikmenn út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn sextán ára gamli Hákon Arnar Haraldsson er kominn í raðir FC Kaupmannahafnar, dönsku meistaranna. Hákon kemur frá ÍA.

Hákon Arnar æfði hjá félaginu til reynslu en hann er yngri bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar.

Hann var í landsliðshópnum sem komst á lokakeppni EM U17. Strákunum mistókst með naumindum að komast upp úr riðlakeppninni þrátt fyrir góðan 3-2 sigur á Rússum í fyrstu umferð.

Fleiri félög hafa haft augastað á Hákoni og hefur hann til að mynda æft með Bröndby.

Hákon mun í fyrstu fara í akademíu FCK.


Athugasemdir
banner
banner
banner