Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júní 2019 09:12
Elvar Geir Magnússon
Neto til Barcelona (Staðfest)
Norberto Murara Neto.
Norberto Murara Neto.
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Neto er genginn í raðir Barcelona þar sem honum er ætlað að vera varamarkvörður fyrir Marc-Andre ter Stegen.

Neto er keyptur frá Valencia og hefur gert fjögurra ára samning við Spánarmeistarana.

Hann fyllir skarðið sem Jasper Cillesen skildi eftir sig þegar hann fór öfuga leið, frá Barcelona til Valencia.

Neto, sem er 29 ára, hefur spilað í evrópska boltanum frá 2011 en þá var hann hjá Fiorentina. Hann var fjögur ár í Flórens þar til hann varð varamarkvörður fyrir Gianluigi Buffon hjá Juventus.

Hann var tvö ár hjá Valencia og spilaði 80 leiki auk þess að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner