banner
   fim 27. ágúst 2020 13:51
Magnús Már Einarsson
Ísak Snær í ÍA á láni (Staðfest)
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur fengið miðjumanninn Ísak Snæ Þorvaldsson á láni frá enska félaginu Norwich City FC til áramóta.

Ísak Snær, sem er fæddur 2001, er mikið efni sem hefur verið hjá Norwich síðan hann var 16 ára.

Félagið endurnýjaði samning Ísaks á þessu ári og leigði hann síðan út til St. Mirren í Skosku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur þegar komið inn á í tveimur leikjum.

Samningi Ísaks við St.Mirren var hins vegar slitið og hann er nú á leið til ÍA.

Aðspurður hvernig það kom til að hann fór að láni til ÍA sagði Ísak Snær að hann hefði ekki mátt fara á lán til annars lið í Englandi og Skotlandi vegna reglna sem þar gilda um hámarksfjölda lána, en umboðsmaðurinn sinn Ólafur Garðarsson hefði sagt honum að aðrar reglur giltu hér þar sem tímabilið væri sumardeild öfugt við Bretlandseyjar.

ÍA hefði áður sýnt honum áhuga og voru að leita að styrkingu og því hefði þetta gengið fljótt fyrir sig. Honum hafi líka litist vel á liðið og þjálfarann og því hafi ákvörðnin verið einföld.

Næsti leikur ÍA er gegn KR á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner