Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. apríl 2020 13:35
Magnús Már Einarsson
Keppni hætt í frönsku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Búið er að aflýsa tímabilinu í Frakklandi en þetta var tilkynnt rétt í þessu.

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að allar íþróttakeppnir séu bannaðar þar til í ágúst.

Í kjölfarið var tilkynnt að efstu tveimur deildunum sé lokið í Frakklandi og nýtt tímabil hefjist líklega í september.

PSG var með tólf stiga forskot á Marseille á toppnum í úrvalsdeildinni en tíu umferðir voru eftir.

Ekki er búið að ákveða hvort lið falli og fari upp um deildir en ákvörðun þess efnis verður tekin á fundi hjá frönsku deildunum í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner