Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. september 2021 07:45
Hafliði Breiðfjörð
Rakel Lóa í Stjörnuna (Staðfest)
Rakel Lóa í búningi Stjörnunnar.
Rakel Lóa í búningi Stjörnunnar.
Mynd: Aðsend
Rakel Lóa Brynjarsdóttir í er gengin í raðir Stjörnunnar ern hún er fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig eftir að tímabilinu lauk á dögunum.

Rakel Lóa sem er fædd árið 2004 kemur til Stjörnunnar frá Gróttu þar sem hún hefur nú þegar spilað 53 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim leikjum 3 mörk.

Rakel Lóa hefur aðallega spilað í vörn Gróttu en einnig töluvert í sumar á miðjunni .

Hún var valin efnilegasta knattspyrnukona Gróttu á nýafstöđnu tímabili.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar með 29 stig og aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sætinu. Kristján Guðmundsson þjálfar liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner