Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2020 13:08
Magnús Már Einarsson
Kasper Högh í Val (Staðfest)
Mynd: Valur
Valur hefur fengið framherjann Kasper Högh á láni frá danska félaginu Randers. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

„Valur kynnir nýjan og öflugan leikmann sem gengur í raðir félagins þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun ágúst," segir á Facebook síðu Vals.

Kasper hefur leikið 10 leiki í Superligaen í Danmörku auk þess að hafa leikið fyrir U18 og U19 ára landslið Danmerkur.

Kasper hefur raðað inn mörkum fyrir U19 ára lið Randers og skorað 48 mörk í 47 leikjum. Hann skrifaði undir fimm ára atvinnumannasamning við Randers sumarið 2019.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar 5. ágúst en sama dag mætir Val FH í Pepsi Max-deildinni.

Patrick Pedersen, framherji Vals, hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla í baki en búist er við að hann verði klár á ný gegn ÍA í Mjólkurbikarnum á föstudaginn.

Draumaliðsdeild Eyjabita
Kasper er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?
Athugasemdir
banner