Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   lau 30. nóvember 2024 16:28
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leipzig fékk skell á heimavelli - Schick skoraði fjórða leikinn í röð
Patrik Schick er sjóðandi heitur
Patrik Schick er sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Tékkneski sóknarmaðurinn Patrik Schick skoraði fjórða leikinn í röð er hann tryggði Bayer Leverkusen 2-1 sigur á Union Berlín í þýsku deildinni í dag. RB Leipzig fékk þá óvæntan skell gegn Wolfsburg á heimavelli.

Vængbakverðirnir Alex Grimaldo og Jeremie Frimpong bjuggu til fyrra mark Leverkusen á 2. mínútu.

Grimaldo stakk sér í gegn vinstra megin og var með Frimpong sér við hlið sem skoraði. Woo-Yeong Jeong jafnaði fyrir Union á 29. mínútu leiksins í annars frekar jöfnum leik.

Patrik Schick, sem hafði skorað í síðustu þremur leikjum Leverkusen, klæddi sig í skikkjuna og tryggði gestunum sigurinn með góðu skallamarki tuttugu mínútum fyrir leikslok og kom Leverkusen upp í 3. sæti deildarinnar með 23 stig.

RB Leipzig fékk útreið á heimavelli sínum er Wolfsburg kom í heimsókn en leiknum lauk með 5-1 stórsigri gestanna.

Wolfsburg gekk yfir Leipzig á fyrstu tuttugu mínútunum. Mohamed Amoura skoraði tvö og Tiago Tomas eitt í fyrri hálfleiknum áður en Joakim Mæhle bætti við fjórða markinu þegar hálftími var eftir.

Willi Orban náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Leipzig á 82. mínútu. Leikurinn var að fjara út þegar Kevin Behrens ákvað að bæta ofan á niðurlægingu Leipzig með fimmta marki Wolfsburg.

Wolfsburg er í 7. sæti með 18 stig en Leipzig í 4. sæti með 21 stig.

Freiburg lagði Borussia Mönchengladbach að velli, 3-1. Lucas Holer skoraði tvö og Ritsu Doan eitt. Augsburg vann Bochum 1-0 og þá gerðu Werder Bremen og Stuttgart 2-2 jafntefli.

RB Leipzig 1 - 5 Wolfsburg
0-1 Mohamed Amoura ('4 )
0-2 Tomas Tiago ('5 )
0-3 Mohamed Amoura ('16 )
0-4 Joakim Maehle ('64 )
1-4 Willi Orban ('82 )
1-5 Kevin Behrens ('90 )

Werder 2 - 2 Stuttgart
1-0 Justin Njinmah ('6 )
1-1 Ermedin Demirovic ('20 )
2-1 Jens Stage ('76 )
2-2 Ermedin Demirovic ('85 )

Freiburg 3 - 1 Borussia M.
1-0 Lucas Holer ('41 )
2-0 Ritsu Doan ('49 )
2-1 Tim Kleindienst ('61 )
3-1 Lucas Holer ('63 )

Augsburg 1 - 0 Bochum
1-0 Phillip Tietz ('38 , víti)

Union Berlin 1 - 2 Bayer
0-1 Jeremie Frimpong ('2 )
1-1 Woo-Yeong Jeong ('29 )
1-2 Patrik Schick ('71 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
8 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
9 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
10 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
11 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
12 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
13 Union Berlin 6 2 1 3 8 13 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 6 0 3 3 5 12 -7 3
Athugasemdir
banner