Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. október 2020 13:42
Ívan Guðjón Baldursson
Filip Stevanovic til Man City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester City er búið að ganga frá félagaskiptum Filip Stevanovic og mun hann ganga í raðir félagsins í janúar.

Manchester United hafði mikinn áhuga á Stevanovic og var orðað sterklega við hann fyrr í haust. Nágrannarnir höfðu þó betur í kappinu og eru sagðir greiða 8 milljónir evra fyrir kantmanninn, auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Stevanovic kemur frá Partizan Belgrad og er serbneska félagið búið að staðfesta sölu á leikmanninum til City.

Stevanovic er aðeins 18 ára gamall en hefur verið lykilmaður í liði Partizan í næstum tvö ár. Hann hefur gert 12 mörk í 54 leikjum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner