Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 15. ágúst 2017 19:35
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Swansea og Everton komast að samkomulagi um kaupverð á Gylfa
Icelandair
Gylfi verður leikmaður Everton á næstu dögum
Gylfi verður leikmaður Everton á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Everton hefur komist að samkomulagi við Swansea um kaupverðið á íslenska landsliðsmanninum, Gylfa Þór Sigurðssyni. Talið er að kaupverðið nemi um 45 milljónir punda.

Gylfi er sagður fara í læknisskoðun hjá Everton á morgun en hann verður dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.

Gylfi á því bara eftir að semja um kaup og kjör við Everton en það ætti einungis að vera formsatriði.

Sagan endalausa um framtíð Gylfa virðist því vera loksins á enda og mun hann loksins komast aftur á knattspyrnuvöllinn en hann hefur ekkert spilað með Swansea upp á síðkastið vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu.

Búist er við því að Gylfi verði kominn með keppnisleyfi á mánudaginn þegar Everton mætir Manchester City.

Það hefur verið nóg að gera hjá Everton í félagaskiptaglugganum en félagið hefur fengið til sín Jordan Pickford, Michael Keane, Davy Klaasen og Wayne Rooney.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner