Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 18. mars 2018 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Leicester og Chelsea: Morata og Bakayoko byrja
Morata kemur inn í byrjunarlið Chelsea.
Morata kemur inn í byrjunarlið Chelsea.
Mynd: Getty Images
Seinni leikur dagsins í enska bikarnum er úrvalsdeildarslagur Leicester og Chelsea.

Leikurinn hefst 16:30 og er búið að tilkynna byrjunarliðin.

Núna rétt áðan var að klárast leikur Wigan og Southampton en þar höfðu dýrlingarnir betur.

Chelsea var að spila í miðri viku við Barcelona og tapaði þar 3-0. Willy Caballero kemur inn fyrir Thibfaut Courtois sem var klobbaður tvisvar af Lionel Messi. Tiemoue Bakayoko kemur þá inn fyrir Cesc Fabregas sem var afskaplega slakur gegn Barcelona.

Alvaro Morata byrjar þá í stað Oliver Giroud. Morata er ekki að eiga sérstakt tímabil, hvað gerir hann í dag?

Kelechi Iheanacho byrjar hjá Leicester eftir að landsliðsþjálfari Nígeríu kvartaði yfir litlum spiltíma hans. Iheanacho hefur verið að spila bikarleiki og staðið sig vel.

Í húfi í dag er sæti í undanúrslitunum en Tottenham, Manchester United og Southampton eru komin þangað.

Hér að neðan má sjá byrjunarlið Leicester og Chelsea.






Athugasemdir
banner
banner
banner