Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 14. mars 2018 23:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben: Fabregas að hlaupa eins og ég í dag!
Fabregas var afskaplega slappur í dag.
Fabregas var afskaplega slappur í dag.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas ætlaði að láta Lionel Messi „líða óþægilega" í leik Barcelona og Chelsea í kvöld. Honum tókst það hins vegar ekki, hann var svo langt frá því!

„Ef ég er það heppinn að fá að spila þá verðum við Messi vissulega nálægt hvor öðrum á vellinum. Það er erfitt að stöðva hann en ég mun gera allt til að reyna að fá honum til að líða óþægilega svo hann geti ekki framkallað fullkomna frammistöðu," sagði Fabregas í viðtali fyrr í vikunni.

Messi var langbesti maður vallarins og Fabregas var einn af þeim slökustu, ef ekki sá slakasti.

Messi fór illa með Fabregas sem virtist nenna litlu. Í öðru marki Börsunga missir Fabregas boltann til Messi sem gefur svo á Dembele sem skorar. Í þriðja marki Barcelona og öðru marki Messi tapar Chelsea boltanum og Barcelona refsar. Luis Suarez fær mikinn tíma á boltanum en Fabregas er sá leikmaður sem er næst honum.

Í staðinn fyrir að reyna að vinna boltann af Suarez ákveður Fabregas að hægja á sér og skammast frekar í liðsfélögum sínum.

Þetta vakti hörð viðbrögð í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn þar sem Fabregas var gagnrýndur.

„Þetta eru vandræðaleg viðbrögð," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, en hann var í settinu ásamt Guðmuni Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

„Fabregas sýnir bara engan vilja í að hlaupa til baka og reyna að ná honum og stoppa sóknina."

Hann er að hlaupa eins og ég í dag!" sagði Gummi Ben svo þegar annað mark Barcelona var sýnt.

Fabregas var afskaplega hægur til baka og sýndi lítinn vilja eins og Jói Kalli segir réttilega.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner