Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Fylkir
0
0
Valur
Orri Sveinn Stefánsson '42 , misnotað víti 0-0
14.04.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1623
Maður leiksins: Frederik Schram
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('61)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('71)
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('74)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson
13. Guðmar Gauti Sævarsson
14. Theodór Ingi Óskarsson ('71)
19. Arnar Númi Gíslason ('74)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
25. Þóroddur Víkingsson ('61)

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('59)
Nikulás Val Gunnarsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust í Lautinni
97. mín
Aron með sendingu sem Ólafur Kristófer handsamar.
96. mín
Valsarar eiga innkast við hornfána, síðasta séns.
96. mín
Ólafur Kristófer ver frá Patrick og svo fer flaggið á loft.
95. mín
Boltinn inn á Valsteiginn og Gísli á fyrirgjöf sem Ólafur blakar yfir. Hornspyrna.
93. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Valsarar svekktir að fá ekki hagnaðinn þarna. Helgi Mikael lyftir upp hendinni og biður þá afsökunar.

Nikulás liggur eftir og fær aðhlynningu. Helgi bíður með að gefa spjaldið þar til Nikulás stendur upp.

Aukaspyrna við miðlínu.
92. mín
Fylkismenn vilja víti Ekkert dæmt. Held þetta hafi verið Theodór Ingi sem féll við í teignum.
91. mín
Theodór Ingi með skot yfir úr teig Vals.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við
90. mín
Halldór Jón gerir vel og vinnur hornspyrnu.
86. mín
Aron Jó með skot í varnarmann og svo er Adam Ægir dæmdur rangstæður. Helgi Mikael veitir honum tiltal því hann sparkaði boltanum frá sér eftir að Helgi flautaði.
86. mín
Aron Jó reynir að læða boltanum í gegn en Fylkismenn vel á tánum og koma boltanum aftur fyrir. Kannski frekar gefins horn því hættan var ekki mikil.
84. mín
Fylkir fær horn.

Orri Sigurður skallar í burtu eftir spyrnu Arnórs Breka.
82. mín
Adam með spyrnuna á fjærstöng og þar er Aron sem lætur vaða í fyrsta en Ólafur Kristófer ver þetta skot og heldur boltanum.
81. mín
Valsarar fá horn, varla skapast hætta hjá þeim eftir hornspyrnu í leiknum. Ekki hætta eftir þessa heldur.

Tryggvi nær svo að koma með fína fyrirgjöf og Fylkismenn í smá brasi og hreinsa í horn.
80. mín
Halldór Jón með mjög mislukkaða fyrirgöf, þarna var séns fyrir Fylki.
79. mín
Adam Ægir með skot hægra megin úr teignum, lúmskt skot sem Óli er samt ekki í neinum vandræðum með.
78. mín
Aron með sendingu ætlaða Adam Ægi en Númi skallar boltann aftur fyrir. Hornspyrna fyrir Val.

Ekki góð spyrna frá Adam Ægi og Halldór Jón hreinsar.
76. mín Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
Brot á vallarhelmingi Fylkis.
76. mín
Hætta Kæruleysislegt hjá Fylkismönnum, Valsmenn pressa vel og Tryggvi fær boltann vinstra megin í teignum. Fylkismenn ná að koma boltanum í burtu á endanum.
74. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
74. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
74. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fylkir) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
72. mín
Dauðafæri! Patrick Pedersen í dauðafæri en hittir ekki boltann í markteignum. Kristinn Freyr á svo skot sem fer af varnarmanni og yfir mark Fylkis. Þarna var hætta!

Hinu megin var Theodór Ingi hársbreidd frá því að ná til boltans þegar Frederik hreinsaði boltann upp völlinn.
71. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Fyrsti leikur Theodórs í efstu deild
68. mín
Aron reynir að þræða boltann inn á Jónatan í hlaupinu en boltinn skrúfast upp í hendurnar á Ólafi í markinu.
67. mín
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni þannig séð, boltinn barst út fyrir teig á Aron sem á þrumuskot í varnarmann. Helgi Mikael stoppar leikinn, Halldór Jón liggur eftir og fær aðhlynningu.
66. mín
Jónatan finnur Gylfa inn á teignum. Gylfi reynir að koma boltanum fyrir en Ásgeir er vel á verði. Valur fær hornspyrnu.
65. mín
Aftur fær Valur horn, Gísli Laxdal með fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Spyrnan frá Gylfa beint í hendurnar á Ólafi Kristófer.
64. mín
Birkir Már með fyrirgöf sem nafni hans Eyþórsson kemur aftur fyrir. Hornspyrna.

Hornspyrnan tekin stutt og ekkert kemur upp úr henni.
63. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Aron Jó fer í stöðu Bjarna sem djúpur miðjumaður.
62. mín
Halldór Jón að gera sig líklegan við vítateig Vals en Birkir Már pikkar boltanum í burtu.
62. mín
Þóroddur fer fram og Ómar Björn á hægri kantinn þar sem Þórður Gunnar var.
61. mín
1623 Áhorfendur í stúkunni, virkilega góð mæting.
61. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
60. mín
Boltinn frá Gylfa fer yfir pakkann og aftur fyrir.
59. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Birkir brýtur á Tryggva Hrafni og fær gult spjald.

Fín fyrirgjafarstaða fyrir Gylfa.
58. mín
FREDERIK SCHRAM Guðmundur með virkilega gott skot en varslan frá Frederik Schram, maður lifandi! Alvöru varsla þarna.
55. mín
Tryggvi Hrafn í fínu skotfæri við vítateiginn en skotið fer yfir mark Fylkis.
54. mín
Valsarar ekkert sérstaklega ógnandi þessa stundina. Það getur ekki verið langt í að Kristinn Freyr detti inn á.
52. mín
Matthias Præst reynir skot en það fer beint í Orra Sigurð.

Rétt áðan var Þórður Gunnar í álitlegri stöðu en sending hans út í teiginn rataði ekki á samherja.

Svona 20 slíkar sendingar í leiknum samanlagt hjá báðum liðum, varla ein hitt á samherja.
49. mín
Bolti inn fyrir vörn Fylkis en Ólafur Kristófer rétt nær að komast í boltann áður en Tryggvi kemst í hann.
49. mín
Dóri í álitlegri stöðu inn á vítateig Valsara en tekur aðeins of margar snertingar og Bjarni Mark kemst í milli.
47. mín
Bjarni með flotta fyrirgjöf inn á teiginn en Patrick hittir ekki boltann nægilega vel með höfðinu og boltinn fer framhjá.
46. mín
Valur byrjar með boltann í seinni
Umgjörð Fylkis upp á 10
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks.

Nokkuð líflegur hálfleikur en markalaus.
45. mín
Skot yfir frá Þórði Gunnari Þórður fær boltann hægra megin í teignum og á skot en það fer yfir mark Vals.
42. mín Misnotað víti!
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Frederik ver Alls ekki gott víti, áhugavert val á vítaskyttu.

Frederik fór í rétt horn og hélt boltanum.
42. mín
Víti!! Gísli Laxdal, sýndist mér, sem brýtur á Halldóri Jóni. Virkilega vel gert hjá Dóra í aðdragandanum.
40. mín
Tryggvi reynir að finna Gylfa inn á teignum en Nikulás er vel á verði og tæklar boltann í innkast.
36. mín
Tryggvi Hrafn fer niður í vítateignum en biður svo sem ekki um neitt. Birkir gerði ágætlega þarna eftir að hafa lent á eftir Tryggva á kantinum.
35. mín
Guðmundur Tyrfingsson liggur eftir. Vann aukaspyrnu en vill enga aðhlynningu.
33. mín
Jónatan Ingi með skot sem fer beint á Ólaf Kristófer.
32. mín
Kjörið upphlaupstækifæri hjá Fylki en Þórður Gunnar alltof lengi að taka ákvörðun.
32. mín
Gylfi með skot úr markteignum Gylfi með skot úr þröngu færi í markteignum sem Ólafur Kristófer ver yfir mark Fylkis. Fínasta sókn hjá Val.
30. mín
Gísli Laxdal ekkert sérstaklega sannfærandi í vinstri bakverðinum. Virðist ekki þekkja þá stöðu vel.
27. mín
Dauðafæri! Halldór Jón í dauðafæri eftir frábæra sendingu frá Ómari Birni inn fyrir vörn Valsara. Dóri var vinstra megin í teignum en skotið fer framhjá fjærstönginni. Besta færi leiksins til þessa.
24. mín
Nokkrar myndir frá Hafliða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

22. mín
Aron Jó með skot fyrir utan teig eftir fimmtu hornspyrnu Valsara. Boltinn skallaður út fyrir teig og svo tók Aron á lofti. Skotið fer yfir mark Fylkis.
21. mín
Birkir Már vinnur hornspyrnu og Gylfi tekur.

Boltinn inn á miðjan teiginn og heimamenn ná svo að hreinsa í innkast.
19. mín
Fylkir fær aðra hornspyrnu.

Frederik ekki í neinum vandræðum með að handsama boltann eftir seinni spyrnuna.
18. mín
Tvisvar í röð núna komast Fylkismenn í góðar fyrirgjafarstöður en boltarnir út í teiginn ekki nægilega góðir.

Heimamenn eiga hins vegar hornspyrnu núna.
18. mín
Ómar Björn með fyrirgjöf og Þórður Gunnar reynir hjólhestaspyrnu þó að boltinn hafi ekki komið nálægt honum. Skemmtilegt.
17. mín
Óli í brasi með spyrnuna frá Gylfa, misreiknar boltann en það kemur ekki að sök þar sem boltinn fer yfir allan pakkann.
16. mín
Ólafur Kristófer! Snörp sókn hjá Val, Patrick Pedersen finnur Gylfa inn á teignum sem kemst framhjá einum Fylkismanni og reynir svo vinstri fótar skot sem Óli í markinu ver virkilega vel! Hornspyrna.
12. mín
Góð pressa frá Ómari Birni Hólmar leyfir boltanum að detta, löng sending upp völlinn, en Frederik nær að leysa úr þessu. Ómar Björn setti góða pressu og bjó til vesen úr þessu fyrir Valsara.
10. mín
Patrick með skot yfir Birkir Már reynir fyrirgjöf og vinnur hornspyrnu.

Hornspyrnan frá Gylfa fer á nærsvæðið og þar er Patrick Pedersen klár. Hann á skot í fyrsta en boltinn fer yfir mark Fylkis.
7. mín
Jónatan Ingi reynir skot fyrir utan teig en skotið fer vel framhjá.
5. mín
Valur Frederik
Birkir - Orri - Hólmar - Gísli
Bjarni
Gylfi - Aron
Jónatan - Pedersen - Tryggvi
4. mín
Jónatan með fínan bolta inn á Fylkisteiginn en Orri kemur boltanum aftur fyrir. Fyrsta hornspyrna leiksins. Gylfi tekur.

Ásgeir og Nikulás sjá til þess að ekkert verður úr þessari hornspyrnu.
4. mín
Matthias Præst með skot fyrir utan teig sem fer vel yfir mark Vals. Skotkeppni í byrjun leiks.
3. mín
Tígulmiðja sýnist mér hjá Fylki Ólafur
Birkir - Orri - Ásgeir - Arnór
Nikulás
Þórður Gunnar - Guðmundur
Matthías
Ómar - Halldór Jón
3. mín
Ómar Björn með skot yfir mark Vals.
2. mín
Gylfi sér Ólaf Kristófer framarlega og reynir að lyfta boltanum yfir markvörðinn af löngu færi. Tilraunin fer yfir mark Fylkis.
1. mín
Fylkir með aðra sókn strax á fyrstu mínútu. Matthias Præst með sendingu út á Guðmund Tyrfings sem á skot/fyrirgjöf sem fer yfir.
1. mín
Strax færi Tók Þórð Gunnar tólf sekúndur að koma skoti á mark Vals. Hörku fínt færi en skotið laust með vinstri fæti. Jaðraði við dauðafæri.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir byrjar með boltann
Fyrir leik
Smá töf Þarf aðeins að laga netið á mörkunum og því er smá töf á upphafsflautinu.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Fylkir í appelsínugulu og Valsarar eru í svörtu.
Fyrir leik
Siggi Lár og Benedikt meiddir Fram kom í viðtölum við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að þeir Sigurður Egill Lárusson og Benedikt Daríus Garðarsson væru meiddir og því ekki með í dag.
Fyrir leik
Börger og Zero á línuna Allt til fyrirmyndar hjá Fylkismönnum þegar kemur að veitingum fyrir blaðamenn.
Fyrir leik
Korter í stuttbuxnaveður Stúkan í Árbænum vel hönnuð og sólin nær að skína á áhorfendur. Það er sólskin, vindur - 5 gráðu hiti.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár - Alls þrjár breytingar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn KR í fyrstu umferð. Rúnar verður þó ekki á hliðarlínunni í kvöld þar sem hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í lok leiksins gegn KR. Benedikt Daríus Garðarsson er ekki í hópnum og Orri Hrafn Kjartansson má ekki spila leikinn þar sem hann er í láni frá Val. Inn koma þeir Þórður Gunnar og Guðmundur Tyrfingsson. Þeir Guðmar Gauti Sævarsson og Theodór Ingi Óskarsson koma inn í hópinn.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn ÍA. Gísli Laxdal kemur inn í liðið fyrir Sigurð Egil Lárusson sem er ekki í hópnum í dag. Bjarni Guðjón Brynjólfsson kemur inn í hópinn.
Fyrir leik
Kristján Óli spáir öruggum útisigri Fylkir 0 - 3 Valur
Enginn Rúnar Páll að garga á Fylkismenn af bekknum það þýðir bara eitt. 0 stig í Lautina og Valur vinnur þægilegan 0-3 sigur þar sem GTA skora fyrir þá. Gylfi, Tryggvi og AP24.
Mynd: Daníel Rúnarsson
Fyrir leik
Rúnar Páll í banni Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarmaður Rúnars, verður skráður þjálfari í kvöld þar sem Rúnar Páll Sigmundsson tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í lok leiksins gegn KR.
   07.04.2024 21:49
Rúnar Páll fékk rautt og mætti ekki í viðtal
Fyrir leik
Orri Hrafn má ekki spila í kvöld Orri Hrafn Kjartansson var lánaður á dögunum í Fylki og lék með liðinu gegn KR. Hann kemur frá Val og má því ekki spila í kvöld.

   09.04.2024 15:48
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson með flautuna Guðmundur Ingi Bjarnason og Hreinn Magnússon eru aðstoðardómarar, Jón Sigurjónsson er eftirlitsmaður KSÍ og Pétur Guðmundsson er fjórði dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Helgi dæmdi fyrir norðan í fyrstu umferð.
Fyrir leik
Seinni leikur kvöldsins Góða kvöldið lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Vals í 2. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Würth vellinum í Árbæ.

Fylkir tapaði 3-4 fyrir KR í fyrstu umferð deildarinnar en á sama tíma vann Valur 2-0 á heimavelli gegn ÍA.

Leikurinn er seinni leikur kvöldsins því nú er í gangi leikur HK og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson ('63)
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('74)
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('74)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('63)
17. Lúkas Logi Heimisson ('74)
21. Jakob Franz Pálsson
22. Adam Ægir Pálsson ('74)
22. Bjarni Guðjón Brynjólfsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Hólmar Örn Eyjólfsson ('76)

Rauð spjöld: