Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 12. apríl 2024 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallar eftir því að KR nái í Guðmund Andra heim í Vesturbæinn
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar eru að skoða í kringum sig á leikmannamarkaðnum eftir að Aron Sigurðarson meiddist og verður frá í mánuð að minnsta kosti. Hrafn Tómasson er líka meiddur og spilar ekki meira á tímabilinu.

Eyþór Aron Wöhler hefur verið orðaður við KR en
Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's á Íslandi og stuðningsmaður félagsins, kallar eftir því á samfélagsmiðlum í dag að hringt verði í Valsmenn.

Hann vill fá Guðmund Andra Tryggvason heim í Vesturbæinn og það er svo sannarlega áhugaverð hugmynd.

Guðmundur Andri var utan hóps í fyrsta leik Vals á tímabilinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er þó ekki með fast hlutverk í byrjunarliði Vals og er samkeppnin þar mikil.

Guðmundur Andri er uppalinn í KR og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki þar. Hann spilaði svo með Víkingi sumarið 2019 en frá 2021 hefur hann leikið með Val.

Þessi 24 ára gamli kantmaður var sagður kosta um 10 milljónir þegar Valur keypti hann frá Start í Noregi fyrir tímabilið 2021, en hann hefur ekki náð að blómstra í Val. Hefur ekki náð upp sínum besta leik þar. Í fyrra gerði hann tvö mörk í 19 deildarleikjum en hann byrjaði níu leiki í deildinni.

KR gæti svo sannarlega notað leikmann eins og hann, en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum. Samningur Guðmundar Andra við Val rennur út eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner