Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   sun 07. apríl 2024 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að flestir hafi séð að hann er einu stigi betri en við"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu í kvöld. Hann gerði annað mark Vals í 2-0 sigri gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Bjarni Mark Antonsson spilaði með Gylfa á miðsvæðinu í leiknum en hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi Vals eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

Hann var þar meðal annars spurður út í Gylfa og hvernig það hefði verið að spila með honum í leiknum.

„Það var mjög gaman. Ég held að flestir hafi séð að hann er einu stigi betri en við. Ég get alveg sagt það," sagði Bjarni Mark.

„Hann hefði léttilega getað skorað þrennu í dag. Það sem var skemmtilegt að sjá líka var að hann var að skila þeirri varnarvinnu sem hann á að skila. Það var gaman að sjá það."


Gylfi Þór: Var að vonast eftir betri sendingu frá Aroni
Athugasemdir
banner
banner
banner