Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 07. apríl 2024 22:27
Sölvi Haraldsson
Vildu aukaspyrnu í lokin - „Við erum bara tilfinningaverur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hörkuleikur. Smá slagsmál, bæði lið ætluðu að vinna. KR byrjuðu betur en við unnum okkur inn í leikinn og áttum hörkuleik. KR áttu í miklum erfiðleikum með okkur. Við vorum sennilega sjálfum okkur verstir í mörkunum sem við fengum á okkur. En mikill karakter hjá strákunum að gera leik úr því sem komið var.“ sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, eftir 4-3 tap gegn KR í Bestu deildinni.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Það benti allt í 1-1 jafntefli í Árbænum þegar það voru 20 mínútur eftir en síðan flæddu mörkin inn. 

Þetta var dálítið opið hjá okkur. 2-1 markið var klaufalegt og við það opnast leikurinn. Við ætlum okkur að jafna leikinn og vinna hann. Síðan sleppa þeir einir í gegn í 3-1 markinu eftir aukaspyrnu hjá okkur sem var klaufalegt af okkar hálfu. Síðan fáum við mark á okkur beint úr hornspyrnu. Þetta eru klaufaleg mörk sem við erum að fá á okkur.“

Olgeir bætir því þá við að hann er, þrátt fyrir mörkin sem þeir fá á sig, ánægður með sína menn í dag.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag hjá strákunum. Við fórum mikið aftur fyrir þá og sýndum mikla baráttu. Fyrir utan klaufalegur mörkin sem við fengum á okkur þá er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessum leik.“

Rúnar Páll fékk rautt spjald eftir leik. Olgeir segir að hann hafi fengið það fyrir að hafa sagt eitthvað út í loftið en ekki beint því að neinum. 

Við erum bara tilfinningaverur. Okkur fannst við eiga að fá aukaspyrnu í lokin, veit ekkert hvort það sé rétt eða ekki. Svo er hann bara að labba inn á völlinn og segir eitthvað út í loftið en beinir því ekki að neinum. Ég held að hann fái rautt fyrir það, en ég er ekki viss. En... æ ég veit það ekki, ég hef ekkert um þessi rauðu spjöld að segja ég bara veit ekki nákvæmnlega hvað gerðist. Við mættum kannski einbeita okkur aðeins meira á leikinn sjálfan.

Olgeir var mjög ánægður með Orra Hrafn sem var að koma á láni til Fylki frá Val á dögunum. 

Orri Hrafn var góður, hann var búinn að ná þremur æfingum hjá okkur. Við erum búnir að vinna í ákveðnum hlutum í vetur þannig það er mikið af upplýsingum sem hann fékk fyrir leikinn. Það var mikill kraftur í honum og það er mikill happafengur fyrir okkur að fá Orra.“

Hann segir að allar þessar spár hafi ekki áhrif á hópinn.

Við erum ekki sammála þessari spá. Við ætlum að sýna þeim að við erum betri en þetta, þetta er algjör þvæla.“

Gunnlaugur Fannar rifti samningnum sínum við Fylki á dögunum en Olgeir var spurður út í það.

Við sáum ekki fram á það að hann væri að fara að spila með okkur, og jafnvel ekki komast í hóp. Við áttum bara gott spjall þegar honum var tjáð það. Hann vildi þá bara eyða tímanum sínum í eitthvað annað en að mæta á æfingar sem er vel skiljanlegt. Það var bara leyst þannig.

Þjálfarateymi Fylkis hefur mikla trú á hópnum fyrir sumarið en eru ekki búnir að loka honum endilega. 

Við erum ekki búnir að loka hópnum. Við vitum að hann er betri en öllum öðrum finnst og við höfum gífurlega mikla trú á þessum strákum. Við höfum engar áhyggjur af sumrinu með þennan hóp.“

Olgeir segist vera spenntur fyrir framhaldinu og stefnir á þrjú stig gegn Val í næsta leik.

Við þurfum að byggja ofan á það sem gott var í dag og læra af því sem við gerðum ekki vel. Valur næst og við stefnum á þrjú stig þar.“ sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, í viðtali eftir 4-3 tap gegn KR í kvöld. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir