Athygli vakti í síðasta mánuði þegar tilkynnt var að Fylkir og varnarmaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefðu komist að samkomulagi um riftun á samningi leikmannsins.
Gunnlaugur samdi við Fylki í vetur og skrifaði þá undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur spilað með Haukum, Víkingi, Kórdrengjum og Keflavík.
Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, segir að Gunnlaugur hafi ekki náð að koma sér inn í myndina hjá þjálfarateyminu.
Gunnlaugur samdi við Fylki í vetur og skrifaði þá undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur spilað með Haukum, Víkingi, Kórdrengjum og Keflavík.
Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, segir að Gunnlaugur hafi ekki náð að koma sér inn í myndina hjá þjálfarateyminu.
„Við sáum ekki fram á það að hann væri að fara að spila með okkur, og jafnvel ekki komast í hóp. Við áttum bara gott spjall þegar honum var tjáð það. Hann vildi þá bara eyða tímanum sínum í eitthvað annað en að mæta á æfingar sem er vel skiljanlegt. Það var bara leyst þannig," segir Olgeir.
Fylkir tapaði 3-4 í stórskemmtilegum leik gegn KR í 1. umferð Bestu deildarinnar í gær.
Athugasemdir