Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   sun 07. apríl 2024 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni Mark: Veistu ekki hver pabbi minn er?
Bjarni Mark Duffield.
Bjarni Mark Duffield.
Mynd: Valur
Miðjumaðurinn Bjarni Mark Duffield sló á létta strengi á fréttamannafundi sem var haldinn eftir sigur Vals gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Bjarni Mark lék sinn fyrsta deildarleik með Val í sigrinum en hann gekk í raðir félagsins fyrir stuttu eftir að hafa leikið í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

Mikill kuldi var á Hlíðarenda í kvöld og aðstæður erfiðar, en Benedikt Bóas Hinriksson spurði Bjarna að því hvernig hefði verið að spila í stuttbuxum í kuldanum.

„Veistu ekki hver pabbi minn er?" sagði Bjarni léttur. „Mér dettur ekki í hug að fara að fara að kvarta."

Faðir Bjarna er Anton Mark Duffield en hann er ansi harður í horn að taka og gengur yfirleitt um í stuttbuxum sama hvernig viðrar. Hann myndi nú aldrei kvarta yfir því að spila fótbolta í veðrinu sem var í kvöld.

„Ég viðurkenni að ég var stressaður. Það er langt síðan maður hefur spilað á landinu og það eru öll augu á manni aftur. Það eru alvöru væntingar og pressa. Maður var með fiðring í maganum en þegar leið á leikinn þá leið manni betur," sagði Bjarni á fundinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner