Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
   sun 07. apríl 2024 22:43
Anton Freyr Jónsson
Gylfi Þór: Var að vonast eftir betri sendingu frá Aroni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals spilaði sinn fyrsta alvöru keppnileik hér á landi þegar Valur vann ÍA 2-0.

„Bara fullkomið, héldum hreinu og þrjú stig og fyrir mig persónulega að skora sem var bara mjög fínt og líka fyrir Patrick að skora sitt hundraðara mark í Íslandsmóti. Það er gott að vera með framherja sem skorar snemma í mótinu og gott fyrir hans sjálfstraust og við munum þurfa hann í sumar" voru fyrstu viðbrögð Gylfa Þórs eftir sigurinn á Val í kvöld.



Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

Gylfi Þór skoraði annað mark Vals og sitt fyrsta mark í Íslandsmótinu hér heima og reyndist það igurmark leiksins og var Gylfi fenginn til að lýsa því momenti.

„Ég var að vonast eftir betri sendingu frá Aroni en þetta er bara fínt, náði að leggja hann rétt fyrir mig og þetta var inn í boxinu svo þetta þurfti ekki að vera fast."

Gylfi Þór fékk fleiri tælkifæri í leiknum til að bæta við en hann setti boltann meðal annars í slánna eftir að Valur komst í 2-0

„Bara hjá mér og liðinu, höfðum tækifæri á að klára leikinn mikið fyrr. Meðan staðan var alltaf 1-0 var ÍA alltaf inn í leiknum en já ég hefði geta skorað fleiri."

Viðtalið við Gylfa má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir