

Gürsel Aksel Stadium
Þjóðadeildin
Aðstæður: 30 stiga hiti og mikill raki
Dómari: Enea Jorgji (Albanía)
('81)
('46)
('87)
('74)
('74)
('74)
('81)
('46)
('74)
('87)
MARK!Stoðsending: Arda Guler
Hann klárar síðan algjörlega upp á tíu. Gef honum það!
Akturkoglu 25 ára gamall, yfirgaf Galatasaray í sumar og gekk í raðir Benfica í Portúgal.
Rétt á undan áttu Tyrkir sókn en Hákon vandanum vaxinn og varði í markinu.
Það eru möguleikar í þessu! Væri hressandi að fá eins og eina hornspyrnu bráðlega.
Góðar sóknarlotur hjá íslenska liðinu.
En svo flautaði dómarinn og benti til merkis um rangstöðu! Þetta var mjög tæpt.
Sá sem sér um að setja upplýsingarnar á skjáinn hefur ýtt á rangan takka.
MARK!Tekur boltann fyrir utan teig, ein snerting og mark. Frábært skot hjá honum.
ÁFRAM ÍSLAND!
????#viðerumísland pic.twitter.com/L08Wxs1FeO
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024
Takk Steinke. Iron Mike þarf fleiri málsvara í fjölmiðlaelítunni ????
— Jói Skúli (@joiskuli10) September 9, 2024
Ég er að horfa hljóðlaust. “Sló þögn” eða “mátti heyra saumnál detta” þegar Gulli hamraði þennan inn? #SÓS
— Jói Skúli (@joiskuli10) September 9, 2024
Þessi Fazmo horn eru unplayable. Þessi útfærsla hét "Hallgrímur"
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) September 9, 2024
Auðvitað Gulli!
— Máni Pétursson (@Manipeturs) September 9, 2024
SÖLVI GEIR JAFNAR LEIKINN!
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) September 9, 2024

MARK!Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Jói Berg með hornspyrnuna og Guðlaugur Victor kemur á fleygiferð og stangar boltann inn.
Takk!
MARK!Kerem Akturkoglu fær boltann á teignum, nær að snúa og á laust skot sem endar í netinu. Jóhann Berg tapaði boltanum.
Alveg hrikaleg byrjun.

Áfram Ísland!
Læti! pic.twitter.com/VyoBclItwH
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) September 9, 2024

Focused ????????#NationsLeague pic.twitter.com/mfAMrA4Nqw
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024
Hann hefur náð ótrúlega skjótum bata og er klár í að byrja leikinn. Fyrirliðinn Hakan Calhanoglu, fyrirliði liðsins, kemur þá inn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Wales á föstudag.
1. Mert Gunok (m)
3. Merih Demiral
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler
9. Umut Nayir
10. Hakan Calhanoglu
13. Eren Elmali
14. Abdulkerim Bardakci
16. Ismail Yuksek
17. Irfan Can Kahveci
18. Mert Muldur
#viðerumísland pic.twitter.com/HLd16NSzdA
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024
Guðlaugur Victor Pálsson og Kolbeinn Birgir Finnsson byrja í bakvörðunum og Andri Lucas Guðjohnsen byrjar á toppnum. Orri Steinn fer á bekkinn rétt eins og Alfons Sampsted og Logi Tómasson.
Reynsluboltarnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson halda sæti sínu þrátt fyrir að mjög stutt sé á milli leikja.


Alvöru móttökur sem íslensku leikmennirnir fá hér í Izmir #fotboltinet pic.twitter.com/EZwRAnb5Qw
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) September 9, 2024



Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi í gær að það væru allir klárir. Við spáum því að það verði samt sem áður fjórar breytingar á byrjunarliðinu þar sem það er svo stutt á milli leikja.
Við spáum því að það verði bakvarðabreytingar; Guðlaugur Victor Pálsson komi í hægri bakvörðinn fyrir Alfons Sampsted og Kolbeinn Birgir Finnsson í vinstri bakvörðinn fyrir Loga Tómasson.
Þá komi Willum Þór Willumsson á hægri kantinn fyrir Mikael Anderson og Andri Lucas Guðjohnsen upp á topp fyrir Orra Stein Óskarsson. Orri gerði fyrra markið í síðasta leik en það hefur heyrst að planið hafi verið að þeir myndu skipta leikjunum á milli sín og mögulega hentar leikurinn betur fyrir Andra á morgun.
Svo er spurning hvort Arnór Ingvi Traustason komi inn en hann var tæpur fyrir síðasta leik. Stefán Teitur Þórðarson og Jóhann Berg Guðmundsson léku frábærlega saman á miðsvæðinu gegn Svartfjallalandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort reynsluboltarnir Jóhann Berg og Gylfi Þór Sigurðsson geti byrjað annan leikinn í röð.

Það er að sjálfsögðu uppselt á leikinn í kvöld.
Leikurinn í kvöld fer fram í Izmir, sem er þriðja fjölmennasta borg Tyrklands. Hér er mikill hiti, um 30 gráður, en það er stutt í sjóinn og golan er nokkur.
Það verður spilað á Gürsel Aksel Stadium, heimavelli Göztepe. Völlurinn tekur tæplega 20 þúsund manns í sæti og er auðvitað uppselt. Fólk stóð í röðum í gær að kaupa miða á leikinn.
Þá verða 44 blaðamenn á leiknum - þar á meðal frá Fótbolta.net - og 22 ljósmyndarar.



Og eins og Montella segir, þá er hann meðvitaður um söguna.
„Við höfum spilað 13 sinnum gegn þeim og aðeins unnið tvisvar. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur en við unnum síðast gegn þeim fyrir níu árum."
Tyrkland er 18. fjölmennasta þjóð í heimi með meira en 87 milljónir íbúa. Ísland á sama tíma er 179. fjölmennasta þjóð heims með tæplega 400 þúsund íbúa. Samt sem áður hefur Ísland verið með gott tak á Tyrklandi í fótbolta í gegnum árin.
Svo virðist sem Ísland sé ákveðið kryptónít fyrir Tyrkland í fótbolta, ólukkulið þeirra.
Eins og Montella bendir á, þá hafa þessar þjóðir mæst 13 sinnum og Tyrkland hefur aðeins unnið tvisvar. Liðin mættust fyrst 1980 í einmitt Izmir - þar sem leikurinn á morgun fer fram. Janus Guðlaugsson kom Íslandi yfir og bættu Albert Guðmundsson og Teitur Þórðarson við mörkum í seinni hálfleik. Fatih Terim skoraði mark Tyrklands úr vítaspyrnu en leikurinn endaði með 1-3 sigri Íslands.
Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson gerðu svo mörkin í 2-0 sigri Íslands ári seinna. Sá leikur var á Laugardalsvelli.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Istanbúl 1988 og Ísland vann 2-1 sigur árið eftir þar sem Pétur Pétursson gerði bæði mörkin. Arnór Guðjohnsen gerði þá fernu í 5-1 sigri Íslands á Tyrkjum árið 1991.
Fyrsti sigur Tyrkja á Íslandi var stór en hann kom 1994 í Istanbúl, 5-0 var lokastaðan þar.
Ísland hefur alls unnið átta sigra á Tyrklandi og er því með tæplega 62 prósent sigurhlutfall í leikjum gegn þeim. Frægustu sigrarnir eru líklega þeir sem hafa komið á síðustu árum; líklega er sá frægasti 0-3 sigur í Eskisehir sem kom Íslandi langleiðina á HM 2018.

? Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024
???????? Ísland mætir Tyrklandi í Þjóðadeildinni.
???? Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu, og opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport!
Gameday as we play Turkey in the UEFA Nations League.#viðerumísland pic.twitter.com/flRHgg6Xyr
Núna er komið að næsta prófi og verður það líklega talsvert erfiðara. Tyrkland gerði markalaust jafntefli við Wales í fyrsta leik sínum og Ísland er því á toppi riðilsins.
Staðan í riðlinum:
1. Ísland - 3 stig
2. Tyrkland - 1 stig
3. Wales - 1 stig
4. Svartfjallaland - 0 stig
Við þurfum að bera virðingu fyrir þessari keppni en hún hefur tvisvar hjálpað okkur að komast í umspil fyrir stórmót.
('59)
('59)
('59)
('46)
('59)
('59)
('46)
('59)






































