„Ég heyrði af því, vissi ekki af því fyrr en San Marínó vann, þá var mér sagt að íslenska liðið væri það eina sem átti eftir að vinna. Það var kominn tími til að vinna. Ég er mjög ánægður, það er mjög mikilvægt að byrja keppni vel, mikilvægt fyrir strákana að trúa að þeir geti unnið," sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide á fréttamannafundi eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í gærkvöldi.
Sigurinn var, eins og Hareide nefndi, fyrsti sigur Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar.
Sigurinn var, eins og Hareide nefndi, fyrsti sigur Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
Hann segir að lykillinn að sigrinum hafi verið undirbúningurinn fyrir leikinn.
„Liðið hefur unnið vel saman í vikunni. Frá því í mars þá höfum við einbeitt okkur að sömu hlutunum á æfingum. Föstu leikatriðin hafa orðið enn betri núna eftir að Sölvi Ottesen kom inn. Hans vinna var stórkostleg. Við tókum tvo daga í að vinna í föstu leikatriðunum, sóknar- og varnarlega, og föstu leikatriðin sóknarlega voru fullkomin. Gæða spyrnur og hlaupin hjá sóknarmönnunum voru fullkomin. Þetta sýnir að ef þú vinnur í einhverju, menn eru einbeittir og endurtaka hlutina, þá uppskerðu."
Fyrrum atvinnu- og landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen kom inn í þjálfarateymið fyrir þetta verkefni. Hann er aðstoðarþjálfari Víkings og hafði verið aðstoðarþjálfari Davíðs Snorra Jónassonar í U21 landsliðinu. Sölvi er sérfræðingur í föstum leikatriðum og komu bæði mörk Íslands úr hornspyrnum.
„Við höfum unnið meira í föstu leikatriðum eftir að Sölvi kom inn. Ég og Jói Kalli og ég og Davíð Snorri, við höfum meira lagt upp úr taktík og minni tími fór í föstu leikatriðin. Nú höfum við sett meiri tíma í föstu leikatriðin. Bæði á fundum og á æfingum. Sölvi hefur unnið frábært starf, er mjög nákvæmur í sinni vinnu. Bæði sóknar- og varnarlega," sagði sá norski.
Fleiri fréttir tengdar sigrinum má sjá hér að neðan. Þar fyrir neðan má nálgast umræðu um leikinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn Tyrklandi ytra á mánudagskvöld. Íslenski hópurinn flaug til Tyrklands í dag.
06.09.2024 20:46
X eftir fyrsta sigurinn - Sölvi Geir Ottesen. That's it, that's the message
06.09.2024 20:14
Sjötta mark Jóns Dags með landsliðinu - „Fáir jafn ánægðir að sjá þetta og Sölvi Geir Ottesen“
05.09.2024 14:39
„Vonandi kemur hann inn með mikla þekkingu"
06.09.2024 22:39
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
2. Wales | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
3. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 3 | 0 | 3 |
4. Svartfjallaland | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 4 | -3 | 0 |
Athugasemdir