PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   mán 09. september 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Logi um Kortrijk: Ég var spenntur að vinna með honum
Icelandair
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk.
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk.
Mynd: Getty Images
„Það var í gangi nánast allan gluggann," sagði Logi Tómasson, bakvörður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net er hann var spurður út í áhuga belgíska félagsins Kortrijk.

Logi, sem er á mála hjá Stromsgodset í Noregi, var mikið orðaður við Íslendingafélagið Kortrijk í sumar, og ekki af ástæðulausu því félagið gerði þrjú tilboð í hann.

Þrátt fyrir að félögin hafi í tvígang verið að ná samkomulagi, þá var ekki hægt að ganga frá félagaskiptunum því stjórn Kortrijk sagði stopp og kom í veg fyrir kaupin. Belgíska félagið þurfti fyrst að selja til þess að geta keypt og tíminn rann út.

Logi hefði orðið dýrasti leikmaður í sögu belgíska félagsins en hæsta tilboð Kortrijk var um 1,5 milljón evra og var sú upphæð að hluta til árangurstengd.

„Þetta gekk ekki upp en við sjáum hvað gerist í framhaldinu. Ég er ánægður þar sem ég er núna og ég er að spila vel."

Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk og Patrik Sigurður Gunnarsson er markvörður liðsins.

Logi var spenntur fyrir því að vinna með Frey en það gæti raungerst í framtíðinni.

„Það er gaman að íslenskur þjálfari sýni manni svona mikinn áhuga og hafi trú á manni. Ég var spenntur að vinna með honum en kannski gerist það í framtíðinni. Við sjáum hvað gerist, það getur allt gerst í þessu," sagði Logi.
Athugasemdir
banner
banner
banner