PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mán 09. september 2024 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Sölvi Geir í takkaskóm á æfingu - „Svarið er nei"
Icelandair
Sölvi Geir Ottesen á æfingu landsliðsins í gær.
Sölvi Geir Ottesen á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sölvi Geir Ottesen er mættur í starfslið karlalandsliðsins. Þar er hann með sérstaka áherslu á föst leikatriði og varnarleik.

Sölvi fékk mikið hrós eftir fyrsta leik sinn í teyminu en Ísland vann 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi og komu bæði mörkin eftir hornspyrnur.

Næst er það Tyrkland í kvöld en það vakti athygli á æfingu í gær að Sölvi var í takkaskónum og tók þátt í byrjun æfingarinnar.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður að því í gríni á fréttamannafundi í gær hvort hann hefði hugsað sér að setja Sölva í miðvörðinn en Sölvi var frábær varnarmaður á sínum ferli.

„Svarið er nei," sagði Hareide og hló. „En hann getur verið til taks ef einhver dettur úr hópnum. Hann getur enn spilað."

Allt auðvitað í gríni sagt en Sölvi virðist vera að koma sterkur inn í teymið. Hann er efnilegur þjálfari en hann hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner