Í BEINNI
Undankeppni HM
Úkraína
LL
2
0
0
Ísland

Úkraína
2
0
Ísland

Oleksandr Zubkov
'83
1-0
Oleksii Hutsuliak
'93
2-0
16.11.2025 - 17:00
Varsjá
Undankeppni HM
Dómari: Anthony Taylor (England)
Varsjá
Undankeppni HM
Dómari: Anthony Taylor (England)
Byrjunarlið:
12. Anatolii Trubin (m)
2. Yukhym Konoplya
7. Vladyslav Vanat
('69)
('69)
8. Ruslan Malinovskiy
('77)
('77)
8. Ivan Kaliuzhnyi
13. Illia Zabarnyi
15. Viktor Tsygankov
('87)
('87)
16. Vitaliy Mykolenko
18. Yehor Yarmoliuk
('69)
('69)
20. Oleksandr Zubkov
('87)
('87)
22. Mykola Matvienko
Varamenn:
1. Yevhen Volynets (m)
23. Dmytro Riznyk (m)
3. Bohdan Mykhaylichenko
4. Oleksandr Svatok
('87)
('87)
5. Valerii Bondar
9. Roman Yaremchuk
('69)
('69)
10. Mykola Shaparenko
('69)
('69)
11. Oleksii Hutsuliak
('77)
('77)
14. Taras Mykhavko
17. Yehor Nazaryna
('87)
('87)
19. Nazar Voloshyn
21. Oleksandr Karavaiev
Liðsstjórn:
Sergiy Rebrov (Þ)
Gul spjöld:
Ruslan Malinovskiy ('75)
Yukhym Konoplya ('85)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Úkraína fer í HM umspilið í þetta sinn en aftur sitjum við eftir með sárt ennið eftir úrslitaleik í Varsjá.
Viðbrögð frá Póllandi eru væntanleg.
Viðbrögð frá Póllandi eru væntanleg.
93. mín
MARK!
MARK!Oleksii Hutsuliak (Úkraína)
Úti er ævintýri
Eftir einhverja furðulega atburðarrás á vallarhelmingi Íslands berst boltinn á Oleksii sem er við hægra vítateigshorn. Hann tekur enn 360 gráðu hring áður en að hann lætur vaða á markið og boltinn syngur í netinu.
Við komum ekki til baka úr þesu á svona stuttum tíma.
Eftir einhverja furðulega atburðarrás á vallarhelmingi Íslands berst boltinn á Oleksii sem er við hægra vítateigshorn. Hann tekur enn 360 gráðu hring áður en að hann lætur vaða á markið og boltinn syngur í netinu.
Við komum ekki til baka úr þesu á svona stuttum tíma.
89. mín
Jóhann Berg með boltann fyrir frá vinstri. Boltinn dettur niður fyrir Daníel Tristan sem nær skoti en af varnarmanni í fang Trubin fer boltinn.
83. mín
MARK!
MARK!Oleksandr Zubkov (Úkraína)
NEI!
Hornspyrna frá hægri og Zubkov er aleinn á stönginni fær og skallar boltann í stöng og inn.
Skelfilegt
Hornspyrna frá hægri og Zubkov er aleinn á stönginni fær og skallar boltann í stöng og inn.
Skelfilegt
82. mín
Elías Rafn!
Ver skalla frá Yarmechuck af stuttu færi með tilþrifum. Frákastið aftur á Yarmechuck sem reynir skotið í fyrsta en aftur ver Elías á hnjánum.
Ver skalla frá Yarmechuck af stuttu færi með tilþrifum. Frákastið aftur á Yarmechuck sem reynir skotið í fyrsta en aftur ver Elías á hnjánum.
80. mín
Jón Dagur kominn með krampa og sest á völlinn. Úkraínumaðurinn er ekki að kunna að meta þá tilburði og baular hressilega.
78. mín
Trubin heldur Úkraínu á lífi!
Frábær aukaspyrna frá Alberti inn á teiginn. Guðlaugur Victor rís hæst og skallar boltann vel niður en Trubin með stórfenglega vörslu.
Frábær aukaspyrna frá Alberti inn á teiginn. Guðlaugur Victor rís hæst og skallar boltann vel niður en Trubin með stórfenglega vörslu.
75. mín
Gult spjald: Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
Gult spjald: Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
Of seinn í Hörð og fær réttilega að líta gula spjaldið.
72. mín
Pressa heimamanna farin að þyngjast. En þeir eru sömuleiðis farnir að flýta sér sem gæti opnað möguleika fram á við fyrir Ísland.
66. mín
Tsygankov reynir fyrirgjöf sem breytist í skot. Elías þarf að hafa sig allan við að slá boltann í horn.
65. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Út:Brynjólfur Willumsson (Ísland)
Brynjólfur verið duglegur í dag en ekki náð miklum takti sóknarlega.
65. mín
Ruslan Malinovskiy með bjartsýna tilraun. Tekur boltann í fyrsta af um 20 metrum en boltinn hátt hátt yfir.
63. mín
Sverrir Ingi tók hörkusprett upp hægri vænginn rétt áðan. Skilaði sér til baka en er sestur um leið og boltinn fer úr leik.
Líklega bara að kasta mæðinni.
Líklega bara að kasta mæðinni.
61. mín
Zubkov með hörkuskot sem Elías slær frá.
Fær boltann við D-bogann og lætur vaða en Elías sem fyrr segir vandanum vaxinn.
Fær boltann við D-bogann og lætur vaða en Elías sem fyrr segir vandanum vaxinn.
56. mín
Mjög jákvæðar fyrstu mínútur þessa síðari hálfleiks. Sóknarleikurinn og uppspilið að tikka mun betur og við erum að finna góð svæði á vellinum.
52. mín
Ágæt sókn skilar skoti að marki.
Mikael Egill með boltann úti til vinstri en hikar með fyrirgjöfina. Leikur þess í stað inn á völlinn og lætur vaða með hægri en boltinn yfir markið.
Mikael Egill með boltann úti til vinstri en hikar með fyrirgjöfina. Leikur þess í stað inn á völlinn og lætur vaða með hægri en boltinn yfir markið.
49. mín
Aftur fær Ísland horn.
Væri gott að nýta þetta.
Íslendingar dæmdir brotlegir í teignum eftir hornið.
Væri gott að nýta þetta.
Íslendingar dæmdir brotlegir í teignum eftir hornið.
48. mín
Gott færi
Ísland vinnur horn.
Heimamenn skalla frá en boltinn aftur á Ísak sem kemur boltanum fyrir á Brynjólf sem skallar að marki en Trubin ver í annað horn. Frábær fyrirgjöf.
Heimamenn skalla frá en boltinn aftur á Ísak sem kemur boltanum fyrir á Brynjólf sem skallar að marki en Trubin ver í annað horn. Frábær fyrirgjöf.
48. mín
Vladyslav Vanat sleppur innfyrir vörn Íslands en er alltof lengi að athafna sig sem gefur Sverri tækifæri á að vinna til baka.
Hörður Björgvin á hælunum þarna.
Hörður Björgvin á hælunum þarna.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Ísland sparkar þessu af stað á ný.
Engar breytingar að sjá á liðunum.
Ísland sparkar þessu af stað á ný.
Engar breytingar að sjá á liðunum.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks
ÚKR - ÍSL
Með bolta: 51% - 49%
Sendingar 238 - 225
Heppnaðar sendingar 199 - 180
Skot 7 - 3
Skot á mark 1 - 0
Með bolta: 51% - 49%
Sendingar 238 - 225
Heppnaðar sendingar 199 - 180
Skot 7 - 3
Skot á mark 1 - 0
45. mín
Hálfleikur
Tapaðir boltar og hraðar sóknir
Úkraína fékk mjög hættulega sókn á lokamínútum hálfleiksins, Mikael Egill tapaði boltanum illa en sem betur fer klikkaði fyrrigjöf Úkraínumanna.
Úkraína hefur komist í nokkrar hraðar sóknir eftir að íslenska liðið tapaði boltanum klaufalega. Það er eitthvað sem þarf að passa betur.
Mikael hefur aðeins verið að haltra eftir að hafa fengið högg i leiknum. Kemur Logi inn á í hálfleik?
Úkraína hefur komist í nokkrar hraðar sóknir eftir að íslenska liðið tapaði boltanum klaufalega. Það er eitthvað sem þarf að passa betur.
Mikael hefur aðeins verið að haltra eftir að hafa fengið högg i leiknum. Kemur Logi inn á í hálfleik?
45. mín
Hálfleikur
Ekkert kom upp úr aukaspyrnunni og Taylor flautar til hálfleiks.
Eftir ágætisbyrjun á leiknum hafa heimamenn tekið heldur yfir leikinn. Núllstilling í hálfleik fyrir síðari hálfleikinn. Staðan er samt þannig að við erum í umspilinu eins og er.
Eftir ágætisbyrjun á leiknum hafa heimamenn tekið heldur yfir leikinn. Núllstilling í hálfleik fyrir síðari hálfleikinn. Staðan er samt þannig að við erum í umspilinu eins og er.
45. mín
Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
45+1
Rífur Malinovskyi niður og lætur svo Andra Lucas heyra það. Stöðvaði hraða sókn Úkraínu.
Rífur Malinovskyi niður og lætur svo Andra Lucas heyra það. Stöðvaði hraða sókn Úkraínu.
40. mín
Vladyslav Vanat með lúmska tilraun úr teignum er hann hælar boltann í átt að marki. Elías Rafn vel á verði.
36. mín
Ruslan Malinovskiy hársbreidd frá því að koma sér í gott færi en Hörður Björgvin bjargar.
Þvílíka öryggistilfinningin í öllu stressinu að sjá Big Glacier þarna í þjóðsöngnum, vitandi að hann er að fara að #takayfir
— Jói Skúli (@joiskuli10) November 16, 2025
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Oleksandr Zubkov er að fá óþægilega margar tilraunir til þess að skjóta á markið. Boltinn fellur fyrir hann við teiginn og lætur hann vaða. Sama niðurstaða og áður þó.
29. mín
Oleksandr Zubkov með skemmtilega tilraun eftir góðan samleik við Vanat. Setur boltann samt ekki á markið og Ísland á markspyrnu.
28. mín
Albert með skot
Lætur vaða fyrir utan teig en boltinn í varnarmann og afturfyrir.
Ísland á hornspyrnu
Og aðra til.
Ísland á hornspyrnu
Og aðra til.
25. mín
Elvar Geir skrifar frá Varsjá:
Smá áminning sem við fengum með þessu sláarskoti... þessi bolti hefði pottþétt verið inni á Laugardalsvelli í síðasta glugga. Fyrir utan þessa tilraun þá finnst mér byrjun leiksins gefa ástæðu til bjartsýni. Úkraínska liðið ekki mikið ógnað og ég hef fulla trú á því að þegar Úkraína þarf að taka meiri áhættu þá muni okkar lið svara. Eitt sem við vitum um íslenska liðið í dag er að það getur skapað og skorað!
24. mín
Þar skall hurð nærri hælum
Viktor Tsygankov með sláarskot eftir að Úkraína vinnnur boltann hátt á vellinum. Keyrir beint í átt að marki og lætur vaða en boltinn í slánna og út.
Viktor Tsygankov með sláarskot eftir að Úkraína vinnnur boltann hátt á vellinum. Keyrir beint í átt að marki og lætur vaða en boltinn í slánna og út.
22. mín
Úkraína sækir hratt
Boltinn færður frá hægri yfir til vinstri þar sem Oleksandr Zubkov mætir Guðlaugi Viktori...... Það þarf ekki mörg orð um það að Guðlaugur Viktor valtaði yfir hann.
Boltinn færður frá hægri yfir til vinstri þar sem Oleksandr Zubkov mætir Guðlaugi Viktori...... Það þarf ekki mörg orð um það að Guðlaugur Viktor valtaði yfir hann.
17. mín
Yukhym Konoplya með máttlítið skot af talsverðu færi sem siglir örugglega framhjá.
17. mín
Andri Lucas togaður niður þegar hann er að komast í góða stöðu en A.Taylor sér ekkert athugavert. Hefur lítið verið að flauta hér í upphafi.
15. mín
Þetta fyrsta korter verið með ágætum. Jafnvægi í leiknum og ljóst að taugar manna eru þandar.
11. mín
Vladyslav Vanat kemst í áltilega stöðu en á skelfilegt skot sem hittir ekki markið.
Þessi fremherji Girona er skeinuhættur og getur valdið usla.
Þessi fremherji Girona er skeinuhættur og getur valdið usla.
8. mín
Albert og Mikael Egill sækja fyrstu hornspynu Íslands.
Guðlaugur Viktor fyrstur á boltann en skallar hann í Andra Lucas og heimamenn hreinsa.
Guðlaugur Viktor fyrstur á boltann en skallar hann í Andra Lucas og heimamenn hreinsa.
5. mín
Vladyslav Vanat fær boltann í teig Íslands en má sín lítils gegn sterkum Sverri Inga sem hleypir honum hvorki lönd né strönd.
Flaggið svo á lofti í þokkabót.
Flaggið svo á lofti í þokkabót.
3. mín
Oleksandr Zubkov með fyrstu tilraun leiksins. Fær boltann eftir mikinn skallatennis í teig Íslands en setur boltann framhjá úr þröngu færi.
1. mín
Þetta er hafið í Varsjá. Úrslitaleikur um sæti i umspili HM. 90 mínútur í að við fáum svar um hvort við komumst skrefi nær fyrirheitna landinu.
Áfram Ísland!
Leikur hafinn
Þetta er hafið í Varsjá. Úrslitaleikur um sæti i umspili HM. 90 mínútur í að við fáum svar um hvort við komumst skrefi nær fyrirheitna landinu.
Áfram Ísland!
Fyrir leik
Stemning
Bræðurnir Haukur og Valur Gunnarssynir skelltu sér í miðbæ Varsjár í dag og tóku púlsinn á helsta stemingsfólkinu.



Fyrir leik
Þeir þrír sem koma inn í byrjunarliðið - Hörður Björgvin, Jón Dagur og Brynjólfur



Fyrir leik
Hilmar Jökull er mættur til Varsjár
lfan, stuðningsmannafélag íslenska landsliðsins, er mætt til Varsjáar og hefur hitað upp fyrir leikinn í allan dag. Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar, var vongóður þegar Fótbolti.net ræddi við hann um leikinn fyrr í dag.
Fyrir leik
26 mánuðir í bið eftir að fá að svara hjá Herði Björgvin
Síðustu misseri hjá Herði Björgvini hafa einkennst af meiðslum, hann meiddist illa í september 2023 og hefur ekki spilað keppnisleik með landsliðinu síðan.
Fyrir leik
Mikið um breytingar hjá Úkraínu
Eins og búast mátti við kemur Yehor Yarmolyuk, miðjumaður Brentford, inn í liðið í stað Georgyi Sudakov sem er meiddur og með honum á miðsvæðinu verður Ivan Kalyuzhnyi, fyrrum leikmaður Keflavíkur.
Ruslan Malinovskyi skoraði tvennu í 5-3 sigri Úkraínu á Laugardalsvelli en hann er í holunni. Það eru átta breytingar á liðinu frá 4-0 tapi gegn Frakklandi í síðustu umferð.
Ruslan Malinovskyi skoraði tvennu í 5-3 sigri Úkraínu á Laugardalsvelli en hann er í holunni. Það eru átta breytingar á liðinu frá 4-0 tapi gegn Frakklandi í síðustu umferð.
Fyrir leik
Fréttir í aðdraganda leiksins
15.11.2025 16:10
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
15.11.2025 17:08
Hákon Arnar: Vonandi byrjar hann ekki
15.11.2025 17:22
Lofar dramatík í 90 mínútur - „Menn verða nagandi á sér neglurnar, þar á meðal ég"
15.11.2025 18:19
Átján þúsund miðar seldir á úrslitaleikinn í Varsjá
15.11.2025 20:03
„Getur verið hættulegt að spila upp á jafntefli“
15.11.2025 21:31
Stjarna Úkraínu: Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur
15.11.2025 22:59
Þjálfari Úkraínu: Við erum að berjast fyrir alla þjóðina
Fyrir leik
Harðorður í garð úkraínska liðsins - „Erum nær Færeyjum en bestu þjóðunum“
Oleksandr Pozdeyev, fyrrum þjálfari Kolos í Úkraínu, talar ekki undir rós þegar hann ræðir úkraínska landsliðið, en hann telur það á mjög vondum stað í augnablikinu.
Pozdeyev, sem þjálfaði Kolos frá 2024-2025, spilaði líka lengi vel í efstu deild í landinu.
Tribuna fékk hann til að ræða frammistöðuna gegn Frakklandi og rýna aðeins í framtíðina.
Næst á dagskrá hjá Úkraínu er að spila við Ísland í úrslitaleik í Varsjá, en Pozdeyev segir liðinu hafa farið aftur og það sé ekki hægt að líta á landsliðið sem stórþjóð í fótboltanum.
„Svo virðist sem að á síðustu árum sé úkraínska landsliðsins að nálgast Færeyjar í gæðum en ekki bestu þjóðirnar. Ég meina þá gamla Færeyjaliðið, ekki það sem er að vinna Svartfjallaland og Tékkland. Við gátum ekki skapað hættuleg augnablik fyrir framan markið.“
„Rebrov vildi loka á sem flest svæði fyrir framan vítateiginn en það sorglega er að úkraínska liðið getur ekki nýtt skyndisóknir. Svo gleymi ég auðvitað að nefna Anatoliy Trubin sem átti magnaðar vörslur í markinu.“
„Það er alveg ljóst að gæðastaðall úkraínska boltans er mjög veikburða og ekki hægt að bera okkur saman við Frakkland. Okkar leikmenn geta ekki unnið einn á einn stöðu og hræddir við allt. Ímyndaðu þér ef við myndum sækja, taka áhættu, sundurspila andstæðinginn og tapa 15-0? Auðvitað getur þú það ekki því enginn yrði ánægður með slíka frammistöðu.
„Þetta var ekki unglingalið Úkraínu sem fór til Parísar að spila í undankeppni HM, heldur A-landsliðið. Hópurinn okkar er með topp leikmenn frá Shakhtar, Dynamo Kiev og félögum í stærstu deildum Evrópu. Þeir þéna allir svakaleg laun og svo vorum við aðeins með einn nýliða í Mykhavko (Dynamo Kiev).
Sagði hann einnig að það þyrfti að gera breytingar til þess að ná í árangur og þó hann hafi ekki beint kallað eftir höfði Rebrov, þá gaf hann það samt í skyn.
„Allir leikmenn liðsins hafa spilað ótrúlega mikilvæga leiki fyrir landsliðið en við náum ekki einu sinni að eiga þrjú skot á markið? Við getum ekki keypt einhvern inn í landsliðið heldur aðeins þróað unga leikmenn. Það þýðir að við þurfum að gera þjálfarabreytingar. Ég er ekki að fara fram á að Rebrov verði rekinn, en það er samt þörf á breytingum. Þetta getur ekki haldið áfram þennan veg,“ sagði Pozdeyev.
Pozdeyev, sem þjálfaði Kolos frá 2024-2025, spilaði líka lengi vel í efstu deild í landinu.
Tribuna fékk hann til að ræða frammistöðuna gegn Frakklandi og rýna aðeins í framtíðina.
Næst á dagskrá hjá Úkraínu er að spila við Ísland í úrslitaleik í Varsjá, en Pozdeyev segir liðinu hafa farið aftur og það sé ekki hægt að líta á landsliðið sem stórþjóð í fótboltanum.
„Svo virðist sem að á síðustu árum sé úkraínska landsliðsins að nálgast Færeyjar í gæðum en ekki bestu þjóðirnar. Ég meina þá gamla Færeyjaliðið, ekki það sem er að vinna Svartfjallaland og Tékkland. Við gátum ekki skapað hættuleg augnablik fyrir framan markið.“
„Rebrov vildi loka á sem flest svæði fyrir framan vítateiginn en það sorglega er að úkraínska liðið getur ekki nýtt skyndisóknir. Svo gleymi ég auðvitað að nefna Anatoliy Trubin sem átti magnaðar vörslur í markinu.“
„Það er alveg ljóst að gæðastaðall úkraínska boltans er mjög veikburða og ekki hægt að bera okkur saman við Frakkland. Okkar leikmenn geta ekki unnið einn á einn stöðu og hræddir við allt. Ímyndaðu þér ef við myndum sækja, taka áhættu, sundurspila andstæðinginn og tapa 15-0? Auðvitað getur þú það ekki því enginn yrði ánægður með slíka frammistöðu.
„Þetta var ekki unglingalið Úkraínu sem fór til Parísar að spila í undankeppni HM, heldur A-landsliðið. Hópurinn okkar er með topp leikmenn frá Shakhtar, Dynamo Kiev og félögum í stærstu deildum Evrópu. Þeir þéna allir svakaleg laun og svo vorum við aðeins með einn nýliða í Mykhavko (Dynamo Kiev).
Sagði hann einnig að það þyrfti að gera breytingar til þess að ná í árangur og þó hann hafi ekki beint kallað eftir höfði Rebrov, þá gaf hann það samt í skyn.
„Allir leikmenn liðsins hafa spilað ótrúlega mikilvæga leiki fyrir landsliðið en við náum ekki einu sinni að eiga þrjú skot á markið? Við getum ekki keypt einhvern inn í landsliðið heldur aðeins þróað unga leikmenn. Það þýðir að við þurfum að gera þjálfarabreytingar. Ég er ekki að fara fram á að Rebrov verði rekinn, en það er samt þörf á breytingum. Þetta getur ekki haldið áfram þennan veg,“ sagði Pozdeyev.
Fyrir leik
Arnar gerir þrjá breytingar
Arnar Gunnlaugsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu en það óvæntasta er það að Hörður Björgvin Magnússon kemur inn í vörnina fyrir Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó kemur á bekkinn en tvær aðrar breytingar eru gerðar á liðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson kemur á hægri vænginn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og þá kemur Brynjólfur Andersen Willumsson inn fyrir Kristian Nökkva Hlynsson.
Það má því gera ráð fyrir því að Brynjólfur spilar fremst með Andra Lucasi Guðjohnsen.
Íslandi nægir jafntefli til að komast í umspil um sæti á HM.
Daníel Leó kemur á bekkinn en tvær aðrar breytingar eru gerðar á liðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson kemur á hægri vænginn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og þá kemur Brynjólfur Andersen Willumsson inn fyrir Kristian Nökkva Hlynsson.
Það má því gera ráð fyrir því að Brynjólfur spilar fremst með Andra Lucasi Guðjohnsen.
Íslandi nægir jafntefli til að komast í umspil um sæti á HM.
Fyrir leik
Enskir úrvalsdeildardómarar
Einn fremsti dómari Englendinga, Anthony Taylor, sér um að dæma.
Taylor hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er oft valinn til að dæma stóru leikina. Hann hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki og marga alþjóðlega stórleiki, bæði hjá félagsliðum og stórmótum landsliða.
Taylor hefur nokkrum sinnum dæmt hjá Íslandi, síðast þegar Ísland vann Ísrael í undanúrslitum umspilsins á síðasta ári.
Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar á sunnudag, Sam Barrott fjórði dómari og Stuart Attwell VAR dómari.

Einn fremsti dómari Englendinga, Anthony Taylor, sér um að dæma.
Taylor hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er oft valinn til að dæma stóru leikina. Hann hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki og marga alþjóðlega stórleiki, bæði hjá félagsliðum og stórmótum landsliða.
Taylor hefur nokkrum sinnum dæmt hjá Íslandi, síðast þegar Ísland vann Ísrael í undanúrslitum umspilsins á síðasta ári.
Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar á sunnudag, Sam Barrott fjórði dómari og Stuart Attwell VAR dómari.
Fyrir leik
Sérfræðingur Sýnar með áhyggjur af varnarleiknum
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport og þjálfari ÍA, hefur áhyggjur af varnarleik liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu.
„Þetta er hörkugott lið. Vandamálið er varnarlega. Við megum ekki gera svona mistök eins og í dag. Við erum að sjá mistök þar sem við erum að missa leikmenn inn fyrir okkur. Gulli er sofandi, á móti sterkari liðum er þér refsað. Það á að nota svona leiki til að æfa sig í þessu. Þú verður alltaf að vera 100%. Það er áhyggjuefni að sjá menn slökkva á sér í svona leikjum," sagði Lárus í umfjöllun Sýnar Sport eftir sigurinn gegn Aserbaísjan.

Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport og þjálfari ÍA, hefur áhyggjur af varnarleik liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu.
„Þetta er hörkugott lið. Vandamálið er varnarlega. Við megum ekki gera svona mistök eins og í dag. Við erum að sjá mistök þar sem við erum að missa leikmenn inn fyrir okkur. Gulli er sofandi, á móti sterkari liðum er þér refsað. Það á að nota svona leiki til að æfa sig í þessu. Þú verður alltaf að vera 100%. Það er áhyggjuefni að sjá menn slökkva á sér í svona leikjum," sagði Lárus í umfjöllun Sýnar Sport eftir sigurinn gegn Aserbaísjan.
Fyrir leik
Við komum í hefndarhug
Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu í furðulegum leik á Laugardalsvelli í síðasta glugga, þar sem nánast allt endaði inni.
Þá mættust þjóðirnar á síðasta ári í úrslitaleik umspils fyrir EM í Wroclaw í Póllandi. Úkraína tryggði sér þar sigurinn 2-1 með sigurmarki á 84. mínútu. Svekkjandi stund. Albert Guðmundsson skoraði mark Íslands í leiknum.
„Þegar við töpuðum í síðasta úrslitaleik á móti þeim í fyrra var svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í síðasta glugga. Við komum í hefndarhug," segir Albert.

Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu í furðulegum leik á Laugardalsvelli í síðasta glugga, þar sem nánast allt endaði inni.
Þá mættust þjóðirnar á síðasta ári í úrslitaleik umspils fyrir EM í Wroclaw í Póllandi. Úkraína tryggði sér þar sigurinn 2-1 með sigurmarki á 84. mínútu. Svekkjandi stund. Albert Guðmundsson skoraði mark Íslands í leiknum.
„Þegar við töpuðum í síðasta úrslitaleik á móti þeim í fyrra var svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í síðasta glugga. Við komum í hefndarhug," segir Albert.
Fyrir leik
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir“
„Menn verða að gera sig klára og svo er bara 'all in'. Úrslitaleikur," sagði Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir 2-0 útisigurinn gegn Aserbaísjan.
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir: Stóru leikirnir þar sem allt skiptir máli. Við höfum spilað vel og komið okkur í þennan úrslitaleik upp á annað sætið," segir Hákon.

„Menn verða að gera sig klára og svo er bara 'all in'. Úrslitaleikur," sagði Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir 2-0 útisigurinn gegn Aserbaísjan.
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir: Stóru leikirnir þar sem allt skiptir máli. Við höfum spilað vel og komið okkur í þennan úrslitaleik upp á annað sætið," segir Hákon.
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Ísak Bergmann Jóhannesson
9. Hákon Arnar Haraldsson
10. Albert Guðmundsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
('86)
('86)
14. Mikael Egill Ellertsson
('86)
('86)
15. Brynjólfur Willumsson
('65)
('65)
22. Andri Lucas Guðjohnsen
23. Hörður Björgvin Magnússon
Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m)
2. Logi Tómasson
('86)
('86)
3. Daníel Leó Grétarsson
6. Gísli Gottskálk Þórðarson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
('65)
('65)
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Aron Einar Gunnarsson
18. Andri Fannar Baldursson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
20. Kristian Hlynsson
21. Daníel Tristan Guðjohnsen
('86)
('86)
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Gul spjöld:
Ísak Bergmann Jóhannesson ('45)
Rauð spjöld:





































