„Það á að vera spenningur; menn eiga að vera hræddir og stressaðir, en á réttan hátt. Menn þurfa að hafa þetta til að knýja fram einhverja orku til að hafa eitthvað aðeins fram yfir Úkraínumennina. Ég lofa ykkur því, þetta verur dramatík í 90. mínútur, menn verða nagandi á sér neglurnar, þar á meðal ég," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Varsjá fyrir skömmu.
Ísland mætir Úkraínu á herstöðvarleikvanginum í Varsjá á morgun í úrslitaleik upp á að komast í umspil fyrir HM á næsta ári. En jafntefli nægir íslenska liðinu.
Ísland mætir Úkraínu á herstöðvarleikvanginum í Varsjá á morgun í úrslitaleik upp á að komast í umspil fyrir HM á næsta ári. En jafntefli nægir íslenska liðinu.
Lestu um leikinn: Úkraína 0 - 0 Ísland
„Þessir leikmenn eru vanir stórum leikjum, gaurinn mér við hlið (Hákon Arnar Haraldsson) hefur spilað stóra leiki í Meistaradeildinni og getur miðlað þeirri reynslu til strákanna. Við spiluðum við sömu þjóð í nákvæmlega sama leik fyrir tveimur árum. Í minningunni var sá leikur góður en því miður töpuðum við honum. Það sveið, menn verða líka að horfa í smá sársauka á sínum ferli og reyna að mótivera sig áfram. Við höfum sýnt ákveðið þroskamerki í riðlinum og mér finnst við vera á uppleið."
Arnar var því næst spurður út í gagnrýni um varnarleik landsliðsins eftir leikinn gegn Aserbaísjan og hvort að hann deildi sömu áhyggjum og sérfræðingar.
„Ég hef alltaf áhyggjur, ég held að það sé eðli þjálfarans. Það fer eftir með hvaða gleraugum þú horfir á þennan leik í Bakú. Það var stór leikur framundan, úrslitaleikur sem beið okkar gegn Úkraínu. Leikmönnum leið vel inni á vellinum eftir fyrri hálfleikinn og ætluðu að taka þetta með annari hendi í seinni hálfleik. Í alþjóðlegum fótbolta þá er það hægara sagt en gert.
Aserarnir höfðu engu að tapa og stigu á bensíngjöfina, en í minningunni sköpuðu þeir ekki nein hættuleg færi nema eftir okkar klaufagang. Ég skil hvert menn eru að fara, ef við spilum varnarleik eins og í seinni hálfleik þá munum við aldrei fara á HM, ég held að strákarnir viti það alveg."
Athugasemdir



