Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
   sun 16. nóvember 2025 16:10
Kári Snorrason
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar.
Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um umspilssæti fyrir HM á næsta ári. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á pólska herstöðvarleikvanginum í Varsjá. 

Tólfan, stuðningsmannafélag íslenska landsliðsins, er mætt til Varsjáar og hefur hitað upp fyrir leikinn í allan dag. Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar, var vongóður þegar Fótbolti.net ræddi við hann um leikinn fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: Aserb­aísjan 0 -  2 Ísland

„Tilfinningin er góð, þetta er smá stressandi núna þegar nær dregur leik. En fólk er mætt og það er góð stemning í liðinu. Við verðum í bullandi minnihluta í stúkunni en þetta verður fjör. Við höfum engar áhyggjur af þessu.“

Hvernig verður baráttan í stúkunni?

„Ef við skorum snemma þá tökum við hratt yfir. Þeir munu leggjast hratt niður ef við komumst yfir. Það er mikilvægt að skora snemma og þá verður stemningin okkar. Þetta verða 200 Íslendingar gegn 18.000 Úkraínumönnum.“  

Formaðurinn spáir Íslandi sigri.

„Við vinnum 1-2. Þetta verður öruggur sigur,“  sagði Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar að lokum.


Athugasemdir
banner