Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um umspilssæti fyrir HM á næsta ári. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á pólska herstöðvarleikvanginum í Varsjá.
Tólfan, stuðningsmannafélag íslenska landsliðsins, er mætt til Varsjáar og hefur hitað upp fyrir leikinn í allan dag. Hilmar Jökull, formaður Tólfunnar, var vongóður þegar Fótbolti.net ræddi við hann um leikinn fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
„Tilfinningin er góð, þetta er smá stressandi núna þegar nær dregur leik. En fólk er mætt og það er góð stemning í liðinu. Við verðum í bullandi minnihluta í stúkunni en þetta verður fjör. Við höfum engar áhyggjur af þessu.“
Hvernig verður baráttan í stúkunni?
„Ef við skorum snemma þá tökum við hratt yfir. Þeir munu leggjast hratt niður ef við komumst yfir. Það er mikilvægt að skora snemma og þá verður stemningin okkar. Þetta verða 200 Íslendingar gegn 18.000 Úkraínumönnum.“
Formaðurinn spáir Íslandi sigri.
„Við vinnum 1-2. Þetta verður öruggur sigur,“ sagði Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar að lokum.






















